Ketill Jensson (1925-94)

Ketill Jensson tenórsöngvari var meðal efnilegustu söngvara Íslands um miðja öldina en söngferill hans varð mun styttri og endaslepptari en búist var við. Ketill var Reykvíkingur fæddur 1925 og þótti snemma liðtækur söngvari, reyndar eins og fleiri í hans ætt. Hann hafði stundað sjómennsku í einhvern tíma þegar hann hóf söngnám hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara…

Ketill Jensson – Efni á plötum

Ketill Jensson Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 87 Ár: 1955 1. Musica proibita 2. Siciliana (úr Cavalleria rusticana) Flytjendur: Ketill Jensson – söngur Fritz Weisshappel – píanó     Ketill Jensson  Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 91 Ár: 1955 1. A canzone ‘e Napule 2. Questa o quella Flytjendur: Ketill Jensson – söngur Fritz Weisshappel…

KFUM & the andskodans (1992-2004)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina KFUM & the andskodans (skammstöfunin KFUM stendur fyrir Klessukeyrt fólk undir mótorhjólum), en svo virðist sem um sé að ræða eins konar tónlistarklúbb innan bifhjólasamtakanna Sniglanna. Sveitin er þ.a.l. náskyld hljómsveitum á borð við Sniglabandinu, B P & þegiðu Ingibjörg, Með læti og Hress, sem allar eru angi…

Kiðlingarnir (1999-2003)

Kiðlingarnir var hópur krakka sem starfaði sem söngflokkur og um tíma sem hljómsveit, undir leiðsögn og stjórn Ómars Óskarssonar. Kiðlingarnir voru fjórir talsins, Ómar Örn Ómarsson og Óskar Steinn Ómarsson synir fyrrnefnds Ómars en einnig voru tvær frænkur þeirra, Hrefna Þórarinsdóttir og Þóranna Þórarinsdóttir í hópnum, þær eru þó ekki systur. Upphaflega voru einnig Arnar…

Kiðlingarnir – Efni á plötum

Kiðlingarnir 6 – Gleðileg jól [ep] Útgefandi: KIÐ útgáfa Útgáfunúmer: KIÐ 001 CD Ár: 2000 1. Gleðileg jól 2. Jesús jólabarn Flytjendur: Ómar Örn Ómarsson – söngur Óskar Steinn Ómarsson – söngur Hrefna Þórarinsdóttir – söngur Kristján Valgeir Þórarinsson – söngur Þóranna Þórarinsdóttir – söngur Arnar Þór Þórsson – söngur Bergsteinn Ómar Óskarsson – kassagítar…

Afmælisbörn 23. janúar 2016

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir söngkona er sjötíu og fjögurra ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu þegar hún var…