J.E. kvintett (1960-61)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um J.E. kvintettinn, skammlífa sveit sem starfaði 1960-61 og lék í Gúttó. J.E. mun hafa staðið fyrir Jón Egill Sigurjónsson en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um hann eða aðra meðlimir hljómsveitarinnar. Anna Vilhjálms söng með sveitinni og var þetta hennar fyrsta söngreynsla með hljómsveit.

Jakob Lárusson (1909-2000)

Jakob Lárusson píanóleikari (1909-2000) var ekki áberandi í íslensku tónlistarlífi en hann starfrækti Tríó Jakobs Lárussonar (stundum einnig kallað Konkúrrantarnir) á síðari hluta fjórða áratugar síðustu aldar á Siglufirði þegar síldin setti svip sinn á bæjarlífið þar. Jakob kenndi á píanó bæði sunnan heiða og norðan, og heyrðist píanóleikur hans einnig leikinn í útvarpinu í…

Jakob Ó. Jónsson (1940-2021)

Nafn söngvarans Jakobs Ó. Jónssonar er ekki endilega meðal þeirra þekktustu en hann hann söng samt sem áður opinberlega með hljómsveitum sínum í yfir hálfa öld, með fáum og stuttum hléum. Jakob (Óskar) Jónsson (fæddur 1940) byrjaði að leika og syngja með danshljómsveitum fyrir helbera tilviljun en þegar bakmeiðsli urðu til þess að hann varð…

Janis Carol (1948-)

Janis Carol er ekki íslensk söngkona en hún bjó hér og starfaði um árabil og var aukinheldur ein af tengdadætrum Íslands. Hún er enn að. Janis Carol (Walker) fæddist 1948 í Bretlandi en fluttist til Íslands sex ára gömul eftir að foreldrar hennar skildu og móðir hennar kom til Hafnarfjarðar en hún kynntist íslenskum manni…

Janis Carol – Efni á plötum

Janis Carol [ep] Útgefandi: Sarah records Útgáfunúmer: SL 002 Ár: 1970 1. Draumurinn 2. Íhugun Flytjendur: Janis Carol – söngur Ólafur Sigurðsson – trommur Tómas M. Tómasson – bassi Karl J. Sighvatsson – orgel Einar  Vilberg – gítar   Janis Carol [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1978 [?] [engar upplýsingar…

Jarðkaka (1993)

Jarðkaka var hljómsveit sem Lárus Sigurðsson starfrækti ásamt fleirum vorið 1993. Allar frekari upplýsingar um Jarðköku væru vel þegnar.

Afmælisbörn 30. janúar 2016

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður,…