Jenni Jóns (1906-82)

Margir muna eftir Jenna Jóns en hann var einn helsti laga- og textahöfundur landsins hér áður, auk þess að starfrækja Hljómatríóið lengi vel. Jenni Kristinn Jónsson (f. 1906) fæddist í Ólafsvík en bjó á Patreksfirði framan af og tengdi sig alltaf við staðinn. Tónlistaráhuginn kom snemma hjá Jenna og hann eignaðist sína fyrstu harmonikku aðeins…

Kátir félagar [1] (1933-44)

Kátir félagar var karlakór starfandi um liðlega áratuga skeið fyrir og um seinni heimstyrjöldina. Kátir félagar voru stofnaðir árið 1933 og voru í kórnum um fjörutíu manns alla tíð, Hallur Þorleifsson hafði með stjórn hans að gera allan tímann. Innan kórsins starfaði lítill sönghópur sem kallaði sig Kling Klang kvintettinn. Kórinn var upphaflega hálfgerð uppeldisstöð…

Kátir félagar [3] (1956-59)

Hljómsveitin Kátir félagar starfaði í Reykjavík á sjötta áratugnum og lék einkum gömlu dansana. Framan af voru í sveitinni Gunnar Páll Ingólfsson gítarleikari, Ásgeir Egilsson saxófónleikari, Pálmi Snorrason harmonikkuleikari og Guðmundur Steinsson trommuleikari. Þórður Kristjánsson söng með Kátum félögum 1956 en Sigvaldi Þorgilsson trommuleikari hafði verið í sveitinni í upphafi. Árið 1957 var Kristmann Magnússon…

Kátir félagar [2] (1939-43)

Tvær hljómsveitir störfuðu í Neskaupstað undir nafninu Kátir félagar, sú fyrri á stríðsárunum. Kátir félagar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði á Norðfirði en það var á árunum 1939-43, hugsanlega þó lengur. Meðlimir sveitarinnar voru bræðurnir Óskar Jónsson harmonikku- og orgelleikari og Geir B. Jónsson mandólínleikari en auk þeirra var Hilmar Björnsson trommuleikari, sem lék á…

Kátir félagar [4] (1962-65)

Kátir félagar frá Neskaupstað var hljómsveit nokkurra unglinga á Shadows og frumbítlaskeiðinu, 1962-65. Sveitin var líklega angi af Lúðrasveit Neskaupstaðar en var þó að öllum líkindum gítar- eða bítlasveit. Meðlimir Kátra félaga voru Smári Geirsson trommuleikari, Heimir Geirsson, Örn Óskarsson gítarleikari og Hlöðver Smári Haraldsson, engar frekari upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan. Fleiri gætu…

Kátir félagar [5] (1963-75)

Kátir félagar úr Reykjavík var danstríó sem sérhæfði sig einkum í gömlu dönsunum en sveitin starfaði á árunum 1963-75. Félagarnir kátu voru Gunnar S. Gunnarsson gítarleikari, Guðmundur Óli Ólason harmonikkuleikari og Jóhannes B. Sveinbjörnsson trommuleikari, þremenningarnir sungu allir. 1969 hætti Gunnar í sveitinni en Hjörtur Guðbjartsson tók við af honum og lék með þeim þar…

Kátir félagar [6] (1967)

Innan Verzlunarskóla Íslands var starfandi tónlistarhópur vorið 1967 undir nafninu Kátir félagar. Líklegast er að um sönghóp hafi verið að ræða en einnig er hugsanlegt að þarna hafi hljómsveit verið á ferðinni. Allar upplýsingar um þessa Kátu félaga væru vel þegnar.

Kátir piltar [1] (1902-10)

Karlakórinn Kátir piltar starfaði um nokkurra ára skeið upp úr aldamótunum 1900 undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar. Nokkuð öruggt má telja að kórinn hafi verið stofnaður 1902 þótt einhverjar heimildir segja hann jafnvel hafa verið stofnaðan fyrir aldamótin (1899) en söngfélag sem kallað hefur verið Söngfélag „Kristilegs unglingafélags“ var að öllum líkindum sami kór, Brynjólfur mun…

Kátir piltar [2] (1944)

Kátir piltar sem störfuðu 1944 var líklega ekki eiginlegur karlakór heldur söngflokkur námsmanna sem fór frá Íslandi 1944 og söng á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba, á hátíð hugsanlega tengdri nýfengnu lýðveldi Íslendinga. Kórinn söng þar undir stjórn Gunnars Erlendssonar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um Káta pilta.

Kátir piltar [3] (1944-50)

Hljómsveitin Kátir piltar frá Hafnarfirði (hin fyrri) starfaði um og eftir seinna stríð. Sveitin spilaði oft í Góðtemplarahúsinu (Gúttó) þar í bæ en um var að ræða sextett. Meðlimir Kátra pilta voru Friðleifur E. Guðmundsson gítarleikari, Einar Sigurjónsson harmonikkuleikari, Friðþjófur Sigurðsson trommuleikari, Stefán Þorleifsson saxófón- og harmonikkuleikari, Jónatan Ólafsson píanóleikari og Magnús Randrup saxófón- og…

Kátir piltar [4] (1983-94)

Kátir piltar úr Hafnarfirði (hinir síðari) komu fram á sjónarsviðið á níunda áratug síðustu aldar og vakti verulega athygli, sérstaklega fyrir lagið Feitar konur en sveitin var í raun fjöllistahópur einstaklinga sem síðar hefur orðið þekktur í íslensku lista- og menningarlífi. Kátir piltar eiga uppruna sinn að rekja til Flensborgarskóla í Hafnarfirði en þar voru…

Kátir piltar [4] – Efni á plötum

Kátir piltar [4] – Einstæðar mæður Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 038 / SCD 038 Ár: 1988 / 2002 1. Kona með fortíð 2. Addi & einstæðu mæðurnar 3. Feitar konur 4. Hinu megin 5. Aldrei 6. Texas sunset 7. (Are you) bitter (in my garden) 8. Á fjöllum 9. Feisaðu fram á við 10. Fjaðurmagnaður fýr 11.…