Kátir félagar [4] (1962-65)

engin mynd tiltækKátir félagar frá Neskaupstað var hljómsveit nokkurra unglinga á Shadows og frumbítlaskeiðinu, 1962-65. Sveitin var líklega angi af Lúðrasveit Neskaupstaðar en ekki liggur þó fyrir hvort um blásarasveit var að ræða.

Meðlimir Kátra félaga voru Smári Geirsson, Heimir Geirsson, Örn Óskarsson og Hlöðver Smári Haraldsson, engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar.