Kátir félagar [1] (1933-44)

Kátir félagar var karlakór starfandi um liðlega áratuga skeið fyrir og um seinni heimstyrjöldina. Kátir félagar voru stofnaðir árið 1933 og voru í kórnum um fjörutíu manns alla tíð, Hallur Þorleifsson hafði með stjórn hans að gera allan tímann. Innan kórsins starfaði lítill sönghópur sem kallaði sig Kling Klang kvintettinn. Kórinn var upphaflega hálfgerð uppeldisstöð…

Kátir félagar [3] (1956-59)

Hljómsveitin Kátir félagar starfaði í Reykjavík á sjötta áratugnum og lék einkum gömlu dansana. Framan af voru í sveitinni Gunnar Páll Ingólfsson gítarleikari, Ásgeir Egilsson saxófónleikari, Pálmi Snorrason harmonikkuleikari og Guðmundur Steinsson trommuleikari. Þórður Kristjánsson söng með Kátum félögum 1956 en Sigvaldi Þorgilsson trommuleikari hafði verið í sveitinni í upphafi. Árið 1957 var Kristmann Magnússon…

Kátir félagar [2] (1939-43)

Tvær hljómsveitir störfuðu í Neskaupstað undir nafninu Kátir félagar, sú fyrri á stríðsárunum. Kátir félagar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði á Norðfirði en það var á árunum 1939-43, hugsanlega þó lengur. Meðlimir sveitarinnar voru bræðurnir Óskar Jónsson harmonikku- og orgelleikari og Geir B. Jónsson mandólínleikari en auk þeirra var Hilmar Björnsson trommuleikari, sem lék á…

Kátir félagar [4] (1962-65)

Kátir félagar frá Neskaupstað var hljómsveit nokkurra unglinga á Shadows og frumbítlaskeiðinu, 1962-65. Sveitin var líklega angi af Lúðrasveit Neskaupstaðar en var þó að öllum líkindum gítar- eða bítlasveit. Meðlimir Kátra félaga voru Smári Geirsson trommuleikari, Heimir Geirsson, Örn Óskarsson og Hlöðver Smári Haraldsson, engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan. Fleiri gætu hafa komið…

Kátir félagar [5] (1963-75)

Kátir félagar úr Reykjavík var danstríó sem sérhæfði sig einkum í gömlu dönsunum en sveitin starfaði á árunum 1963-75. Félagarnir kátu voru Gunnar S. Gunnarsson gítarleikari, Guðmundur Óli Ólason harmonikkuleikari og Jóhannes B. Sveinbjörnsson trommuleikari, þremenningarnir sungu allir. 1969 hætti Gunnar í sveitinni en Hjörtur Guðbjartsson tók við af honum og lék með þeim þar…

Kátir félagar [6] (1967)

Innan Verzlunarskóla Íslands var starfandi tónlistarhópur vorið 1967 undir nafninu Kátir félagar. Líklegast er að um sönghóp hafi verið að ræða en einnig er hugsanlegt að þarna hafi hljómsveit verið á ferðinni. Allar upplýsingar um þessa Kátu félaga væru vel þegnar.

Kling klang kvintett (1936-45)

Kling klang kvintettinn naut mikilla vinsælda á stríðsárunum og hefðu vinsældir hans eflaust orðið á borð við MA-kvartettsins hefðu þeir gefið út plötur. Úr því varð þó aldrei. Kling klang sem var söngkvintett, var stofnaður 1936 af nokkrum félögum úr Kátum félögum sem var eins konar uppeldiskór fyrir Karlakórinn Fóstbræður. Lengst af voru félagarnir fimm…