Fleiri karlakórar í gagnagrunninn

Nú er kominn inn síðasti skammturinn af karlakórum í bili og þá eru upplýsingar um hátt í hundrað kóra komnar inn í gagnagrunn Glatkistunnar, mestmegnis karlakórar þó. Karlakórinn Vísir er meðal þeirra kóra sem bættust nú í hópinn en einnig má nefna karlakórana Söngbræður, Þresti, Þrym og Víkinga svo fáein dæmi séu tilgreind hér. Áfram verður…

Karlakórinn Skjálfandi (1923-27)

Karlakórinn Skjálfandi hélt uppi sönglífi Húsvíkinga um fjögurra ára skeið á árunum 1923-27. Afar litlar heimildir finnast um þennan kór, ein þeirra segir að Einar Guðjohnsen verslunarmaður á Húsavík hafi verið stjórnandi hans en önnur heimild segir Stefán Guðjohnsen hafa gegnt þeim starfa. Allar frekari upplýsingar varðandi Karlakórinn Skjálfanda væru vel þegnar.

Karlakórinn Svanir [1] (1915-80)

Karlarkórinn Svanir á Akranesi var sá kór hérlendis sem hvað lengst hefur starfað en hann starfaði nær samfellt í sextíu og fimm ár á síðustu öld. Sögu kórsins er þó ekki lokið því hann var endurreistur haustið 2013 og lifir ágætu lífi í dag. Litlar heimildir er að finna um kórinn frá fyrstu árum hans,…

Karlakórinn Svanir [1] – Efni á plötum

Karlakórinn Svanir [1] [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 255 Ár: 1967 1. Nú er vor 2. Walking at night 3. Af stað héldu paurar 4. Manuela (Serenata cubana) 5. Siglingavísur 6. Ég veit eina baugalínu 7. Maríuvers Flytjendur: Karlakórinn Svanir – söngur undir stjórn Hauks Guðlaugssonar Guðmundur Jónsson – einsöngur Jón Gunnlaugsson – einsöngur Alfreð…

Karlakórinn Svanur [1] (1906-23)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Svan sem starfaði á Þingeyri við Dýrafjörð í upphafi tuttugustu aldarinnar. Vitað er að kórinn var stofnaður 1906 og Bjarni Pétursson stjórnaði honum líklega allt til 1914. Sumar heimildir segja kórinn þá hafa hætt störfum en aðrar að kórinn hafi starfað til 1923, undir það síðasta mun…

Karlakórinn Svanur [2] (1917-21)

Karlakórinn Svanur mun hafa verið starfræktur í Keflavík á árunum 1917-21. Friðrik Þorsteinsson var stjórnandi kórsins en hann var aðeins sautján ára gamall er hann fékk þann starfa 1917. Allar nánari upplýsingar um þennan kór óskast sendar til Glatkistunnar.

Karlakórinn Söngbræður [1] (1946-54)

Karlakórinn Söngbræður var í raun meira í ætt við söngflokk en kór til að byrja með en þetta var tuttugu manna hópur sem starfaði á árunum eftir seinna stríð á Selfossi, hugsanlega að einhverju leyti meðal starfsmanna Mjólkurbús Flóamanna en Selfoss var á þeim tíma tiltölulega lítill bær að byggjast upp í kringum MBF. Ingimundur…

Karlakórinn Víkingar [1] (1945-60)

Litlar upplýsingar finnast um Karlakórinn Víkinga sem starfaði um miðja síðustu öld í Garðinum. Vitað er að kórinn starfaði 1945 og 1960, og að sr. Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum stjórnaði honum um tíma. Annað liggur ekki fyrir um þennan kór.

Karlakórinn Vísir (1923-83)

Karlakórinn Vísir á Siglufirði átti sér langa og merkilega sögu en eftir hann liggja fjölmargar útgáfur sem ná yfir sjötíu ára tímabil. Tónlistarhefðin á Siglufirði hafði til þessa miðast við þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar sem var kunnur um land allt fyrir starf sitt, hann kom einmitt að stofnun kórsins og var síðar gerður að heiðursfélaga…

Karlakórinn Vísir – Efni á plötum

Karlakórinn Vísir [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1091 Ár: 1933 1. Ave María 2. Sunnudagsmorgun Flytjendur: Karlakórinn Vísir – söngur undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar Aage Schioth – einsöngur Karlakórinn Vísir og Karlakór Akureyrar [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1092 Ár: 1933 1. Ég vil elska mitt land 2. Veiðimaðurinn Flytjendur: Karlakórinn…

Karlakórinn Vökumenn (1958-81)

Karlakórinn Vökumenn starfaði í Húnavatnssýslu í nærri því aldarfjórðung, hann söng nær eingöngu á heimaslóðum og var fastagestur á Húnavöku þann tíma sem hann starfaði. Vökumenn komu úr Torfalækjarhreppi en nafn kórsins var komið frá kvenfélagi hreppsins, Vöku. Kórinn hóf æfingar haustið 1958 en var þó ekki formlega stofnaður fyrr en snemma árs 1959, mánuði…

Karlakórinn Þrestir [2] (1931-49)

Karlakórinn Þrestir á Þingeyri við Dýrafjörð var líkast til varla nema söngfélag, í besta falli lítill karlakór, sem starfaði vestra um árabil. Kórinn var stofnaður sumarið 1931 og var Baldur (Bernharður) Sigurjónsson organisti og trésmiður á Þingeyri stjórnandi hans. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi hann starfaði en síðustu heimildir um hann er að finna…

Karlakórinn Þrymur [1] (1905-18)

Á Húsavík starfaði Karlakórinn Þrymur rétt eftir aldamótin 1900. Hann var stofnaður fyrir frumkvæði Stefáns Guðjohnsen en hann stjórnaði kórnum einnig. Þrymur starfaði á árunum 1905 til 1918 en tvö síðustu árin var komið los á starfsemina og að lokum hætti hann. Einum og hálfum áratug síðar var nýr karlakór stofnaður á Húsavík undir sama…

Karlakórinn Þrymur [2] (1933-75)

Karlakórinn Þrymur á Húsavík (hinn síðari) starfaði mun lengur en sá fyrri eða í liðlega hálfa öld. Stefán Guðjohnsen sem hafði haft veg og vanda af fyrri Þrymi kom að stofnun seinni kórsins haustið 1933 en sr. Friðrik A. Friðriksson, sem var þá nýkominn til Íslands úr Vesturheimi, og fleiri aðilar komu einnig að stofnun…

Karlakórinn Þrymur [2] – Efni á plötum

Karlakórinn Þrymur og Lúðrasveit Húsavíkur Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 45 Ár: 1973 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Karlakórinn Þrymur – söngur undir stjórn [?] Lúðrasveit Húsavíkur – leikur undir stjórn [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Karlakórinn Ægir [1] (1934-39)

Keflvíski karlakórinn Ægir starfaði í fimm ár á fjórða áratug síðustu aldar. Það mun hafa verið Kristján Guðnason sem stofnaði Ægi haustið 1934 og fékk nýútskrifaðan kennara og síðar bæjarstjóra til að stjórna honum, sá hét Valtýr Guðjónsson og var aðeins tuttugu og þriggja ára gamall þegar kórinn var stofnaður. Karlakórinn Ægir starfaði í fimm…

Karlakórinn Ægir [2] (1949-54)

Tveir karlakórar störfuðu í Bolungarvík undir nafninu Ægir með margra áratuga millibili. Saga þess fyrri, sem hér er til umfjöllunar, er nokkuð óljós. Svo virðist sem í einhverjum tilfellum sé karlakórinn Ægir talinn vera sami kór og einnig hefur verið kallaður Karlakór Bolungarvíkur (1935-49), í öðrum tilfellum er saga Ægis sögð hefjast 1949 í beinu…

Karlakórinn Ægir [3] (1979-87)

Karlakórinn Ægir hinn síðari í Bolungarvík, starfaði á árunum frá 1979 og líkast til allt til 1987, síðustu árin hafði hann sameinast Karlakór Ísafjarðar en starfaði jafnframt sem sjálfstæð eining. Kórarnir tveir mynduðu síðar ásamt Karlakór Þingeyrar, Karlakórinn Erni sem enn lifir góðu lífi á Vestfjörðum. Ægir var stofnaður 1979 og fékk sama nafn og…

Afmælisbörn 3. janúar 2015

Afmælisbörnin eru tvö á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal annar liðsmaður tvíeykisins Halleluwah og fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og eins árs afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en starfrækir nú um þessar…