Karlakórinn Söngbræður [1] (1946-54)

engin mynd tiltækKarlakórinn Söngbræður var í raun meira í ætt við söngflokk en kór til að byrja með en þetta var tuttugu manna hópur sem starfaði á árunum eftir seinna stríð á Selfossi, hugsanlega að einhverju leyti meðal starfsmanna Mjólkurbús Flóamanna en Selfoss var á þeim tíma tiltölulega lítill bær að byggjast upp í kringum MBF.

Ingimundur Guðjónsson frá Voðmúlastaðahjáleigu í Landeyjum var stjórnandi Söngbræðra frá upphafi og 1949 gekk kórinn í Samband íslenskra karlakóra (SÍK). Söngbræður störfuðu til ársins 1954.

Um áratug síðar komu nokkrir fyrrum félagar úr kórnum að stofnun nýs karlakórs á Selfossi, Karlakórs Selfoss sem enn er starfandi.