Fleiri karlakórar í gagnagrunninn

Karlakórinn Vökumenn

Karlakórinn Vökumenn

Nú er kominn inn síðasti skammturinn af karlakórum í bili og þá eru upplýsingar um hátt í hundrað kóra komnar inn í gagnagrunn Glatkistunnar, mestmegnis karlakórar þó.

Karlakórinn Vísir er meðal þeirra kóra sem bættust nú í hópinn en einnig má nefna karlakórana Söngbræður, Þresti, Þrym og Víkinga svo fáein dæmi séu tilgreind hér.

Áfram verður nú unnið í K-inu, og sem fyrr eru það flytjendur (hljómsveitir, tónlistarmenn o.fl.) sem störfuðu fram undir síðustu aldamót sem áhersla verður lögð á.

Eins og áður er hægt að senda ábendingar og viðbætur (og myndefni) til Glatkistunnar á póstfangið glatkistan@glatkistan.com.