Karlakórinn Ægir [3] (1979-87)

Karlakórinn Ægir [3] 1981

Karlakórinn Ægir 1981

Karlakórinn Ægir hinn síðari í Bolungarvík, starfaði á árunum frá 1979 og líkast til allt til 1987, síðustu árin hafði hann sameinast Karlakór Ísafjarðar en starfaði jafnframt sem sjálfstæð eining. Kórarnir tveir mynduðu síðar ásamt Karlakór Þingeyrar, Karlakórinn Erni sem enn lifir góðu lífi á Vestfjörðum.

Ægir var stofnaður 1979 og fékk sama nafn og karlakórinn sem hafði starfað í bænum um miðja öldina. Séra Gunnar Björnsson stjórnaði kórnum 1979-82 og undir hans stjórn fór Ægir í söngferðalag til Færeyja.

1983 hófst samstarf við Karlakór Ísafjarðar og saman unnu kórarnir undir stjórn Kjartan Sigurjónssonar og héldu tónleika víða, Ólafur Kristjánsson stjórnaði hins vegar Ægi þegar sá kór söng sjálfstætt. Smám saman urðu kórarnir ein heild og sjálfstætt starf hvors um sig tilheyrði sögunni. Það var líklega 1987 sem Ægisnafnið var endanlega lagt til hliðar.