Mímósa [1] (1976-82)

Hljómsveitin Mímósa starfaði um árabil í Bolungarvík á síðari hluta áttunda áratugar tuttugustu aldar, hér er giskað á að sveitin hafi starfað á árunum 1976-82 en á einhverjum tímapunkti í upphafi gekk hún undir nafninu Krosstré. Upphaflega voru í Mímósu þeir Brynjólfur Lárusson söngvari og gítarleikari, Jónmundur Kjartansson trommuleikari (síðar yfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra), Pálmi…

Magnús Már og Ásta Björk (1990)

Tvö bolvísk börn, Magnús Már Einarsson og Ásta Björk Jökulsdóttir, sendu frá sér sex laga plötu árið 1990 að undirlagi systkinanna Soffíu og Hrólfs Vagnssonar. Söngvarar plötunnar, Magnús Már og Ásta Björk eru bæði fædd 1981 og voru því aðeins níu ára gömul þegar þau tóku sér á hendur ferðalag til Hannover í Þýskalandi árið…

Vagnsbörn (1991-)

Vagnsbörn (einnig nefnd Vagnsbörnin að vestan) er hópur systkina frá Bolungarvík sem sent hefur frá sér tvær plötur, en hluti hópsins kom einnig að jólaplötu (margmiðlunardiski) fyrir börn. Systkinin voru sjö að tölu og höfðu öll komið að tónlist með einum eða öðrum hætti – fjögur þeirra, Haukur, Pálína, Soffía og Hrólfur þó sínu mest…

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson (1989)

Þeir Brynjólfur Lárusson (1953-91) og Jónmundur Kjartansson (1955-) höfðu starfað í hljómsveitum í Bolungarvík (Mímósa og Krosstré) á sínum yngri árum og fengu í lok níunda áratugar síðustu aldar þá hugmynd að gefa út plötu með frumsömdum lögum. Þeir leituðu til félaga síns, Hrólfs Vagnssonar sem einnig hafði komið við sögu í hljómsveitunum með þeim,…

Berkir (1966-68)

Hljómsveitin Berkir frá Bolungarvík starfaði í um ár á tímum bítla á síðari hluta sjöunda áratugarins. Í fyrstu var um að ræða tríó sem þeir Gylfi Ægisson gítarleikari, Jakob Þorsteinsson píanó- og orgelleikari og ónafngreindur trommuleikari skipuðu. Trymbillinn hætti fljótlega og í hans stað komu Ingibergur Þór Kristinsson trommuleikari (bróðir Eggerts fyrsta trommuleikara Hljóma) og…

Tríó Ólafs Kristjánssonar (1980 / 2000)

Ólafur Kristjánsson (Óli Kitt) starfrækti tvívegis tríó í Bolungarvík, annars vegar árið 1980 og hins vegar um tveimur áratugum síðar en síðarnefnda útgáfan sendi frá sér plötu. Engar upplýsingar er að finna um tríó það sem Ólafur rak í eigin nafni árið 1980 og hugsanlega starfaði sú sveit í einhvern tíma. Allar upplýsingar um það…

Septa (1989)

Ekki liggur fyrir hvort hljómsveitin Septa frá Bolungarvík var í raun starfandi sveit en hún átti lag á safnplötunni Vestan vindar, sem gefin var út af vestfirsku tónlistarfólki árið 1989. Meðlimir sveitarinnar á plötunni voru systkinin Pálína söngkona, Haukur trommuleikari og Hrólfur hljómborðsleikari Vagnsbörn, auk þess sem Magnús Hávarðsson gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og nýstirnið…

Karlakórinn Ægir [2] (1949-54)

Tveir karlakórar störfuðu í Bolungarvík undir nafninu Ægir með margra áratuga millibili. Saga þess fyrri, sem hér er til umfjöllunar, er nokkuð óljós. Svo virðist sem í einhverjum tilfellum sé karlakórinn Ægir talinn vera sami kór og einnig hefur verið kallaður Karlakór Bolungarvíkur (1935-49), í öðrum tilfellum er saga Ægis sögð hefjast 1949 í beinu…

Karlakórinn Ægir [3] (1979-87)

Karlakórinn Ægir hinn síðari í Bolungarvík, starfaði á árunum frá 1979 og líkast til allt til 1987, síðustu árin hafði hann sameinast Karlakór Ísafjarðar en starfaði jafnframt sem sjálfstæð eining. Kórarnir tveir mynduðu síðar ásamt Karlakór Þingeyrar, Karlakórinn Erni sem enn lifir góðu lífi á Vestfjörðum. Ægir var stofnaður 1979 og fékk sama nafn og…

Kan (1981-89)

Hljómsveitin Kan starfaði í Bolungarvík framan af og var helsti fulltrúi Vestfjarða á popptónlistarsviðinu á níunda áratugnum. Kan var stofnuð vorið 1981 í Bolungarvík og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán…

Karlakór Bolungarvíkur (1935-49)

Karlakór Bolungarvíkur starfaði um skeið í Bolungarvík undir stjórn prestsins á staðnum, Páls Sigurðssonar. Sr. Páll Sigurðsson mun hafa verið mikill áhugamaður um sönglistina og var hvatamaður að stofnun kórsins  árið 1935 og stýrði honum allt þar til hann lést 1949. Engar upplýsingar er að finna um stærð Karlakórs Bolungarvíkur en íbúar bæjarins munu hafa…