Karlakór Bolungarvíkur (1935-49)

engin mynd tiltækKarlakór Bolungarvíkur starfaði um skeið í Bolungarvík undir stjórn prestsins á staðnum, Páls Sigurðssonar.

Sr. Páll Sigurðsson mun hafa verið mikill áhugamaður um sönglistina og var hvatamaður að stofnun kórsins  árið 1935 og stýrði honum allt þar til hann lést 1949. Engar upplýsingar er að finna um stærð Karlakórs Bolungarvíkur en íbúar bæjarins munu hafa verið á áttunda hundrað á þeim tíma.

Starfsemi karlakórs á staðnum mun hafa verið stopul næstu misserin eftir fráfall Páls en karlakórinn Ægir var stofnaður upp úr Karlakór Bolungarvíkur.