Karlakór Akraness [2] (1943-45)

engin mynd tiltækAuðvelt er að rugla saman tveimur karlakórum sem starfað hafa á Akranesi, og störfuðu reyndar samtíða um tveggja ára tímabil.

Annar vegar var um að ræða Söngfélagið / Karlakórinn Svani (stofnaður 1915) sem einnig var reglulega kallaður Karlakór Akraness, hins vegar hinn eiginlega Karlakór Akraness [2] sem stofnaður var 1943 á meðan hinn kórinn var í stuttri pásu. Karlakór Akraness [2] starfaði einungis í tvö ár, 1943-45 undir stjórn Hans Jörgensen og kom eitthvað fram opinberlega.

Þar sem ekki reyndist vera starfsgrundvöllur fyrir tvo karlakóra í svo litlu samfélagi sem Akranes er var ákveðið að sameina kórana tvo undir nafninu Karlakórinn Svanir. Sá kór var og er einnig nefndur Karlakór Akraness á stundum.