Silfurtónar [2] (2015-)

Hluti Silfurtóna

Á Bolungarvík hefur starfað barnakór við grunnskólann síðan árið 2015 (að öllum líkindum) undir nafninu Silfurtónar. Upplýsingar eru af afar skornum skammti um þennan kór en hann hefur sungið þar vestra við ýmis tækifæri undir stjórn Sigrúnar Pálmadóttur og hefur innihaldið á milli þrjátíu og fjörutíu kórmeðlimi.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um barnakórinn Silfurtóna.