Sigríður Ella Magnúsdóttir (1944-)

Segja má að óperusöngkonan Sigríður Ella Magnúsdóttir sé meðal þeirra allra fremstu sem tilheyra annarri kynslóð óperusöngvara hér á landi, hún hefur búið í Bretlandi lungann úr starfsævi sinni en hefur heimsótt heimaslóðir með reglubundnum hætti og reyndar átt hér heimili síðustu árin. Sigríður Ella Magnúsdóttir mezzósópran fæddist í Reykjavík sumarið 1944, elst fimm systkina…

Sigríður Ella Magnúsdóttir – Efni á plötum

Sigríður Ella Magnúsdóttir – Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenzk tónskáld Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 072 Ár: 1974 1. Draumalandið 2. Blómálfar 3. Nótt 4. Vorvindar 5. Kvöldsöngur 6. Mánaskin 7. Kveðja 8. Ég heyri ykkur kvaka 9. Vögguvísa 10. Farandsveinninn 11. Mun það senn? 12. Smaladrengurinn 13. Það vex eitt blóm fyrir vestan 14. Únglingurinn…

Sigmundur og Gunnar Jónssynir (1957- & 1959-)

Bræðurnir Sigmundur og Gunnar Jónssynir frá Einfætingsgili í Bitrufirði í Strandasýslu voru töluvert áberandi í söng- og tónlistarlífi Strandamanna á níunda áratug síðustu aldar þótt þeir væru þá löngu fluttir á höfuðborgarsvæðið en þeir eru enn virkir söngmenn og syngja gjarnarn einsöng með kórum sínum. Þeir bræður, Sigmundur fæddur 1957 og Gunnar tveimur árum síðar,…

Sigmundur og Gunnar Jónssynir – Efni á plötum

Sigmundur og Gunnar Jónssynir – Hirðingjasveinn Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Þú varst mitt blóm 2. Hirðingjasveinn 3. Svefnljóð 4. Á vegamótum 5. Kossavísur 6. Svarkurinn 7. Ýmist sem þruma 8. Ég sé þig aðeins eina 9. Gunnar og Njáll 10. Sólseturljóð 11. Kveðja heimanað 12. Vorljóð 13. Líf 14. Góður…

Sigríður Björnsdóttir – Efni á plötum

Sigríður Björnsdóttir – Hve glöð er vor æska Útgefandi: Polarfonia Útgáfunúmer: PFCD 99.12.006-1 Ár: 1999 1. Það er svo margt 2. Lindin 3. Kvöld í sveit 4. Hríslan og lækurinn 5. Ég lít í anda liðna tíð 6. Mamma ætlar að sofna 7. Þú ert 8. Mánaskin 9. Vor 10. Fjólan 11. Rósin 12. Bíum,…

Sigríður Björnsdóttir (1918-2007)

Sigríður Björnsdóttir var alþýðukona vestan af Ströndum sem lét á gamals aldri gamlan draum rætast og gaf þá út plötu þar sem hún söng íslensk einsöngslög. Sigríður fæddist haustið 1918 og kenndi sig alltaf við Kleppustaði í Staðardal í Strandasýslu en þar bjó hún á æskuárum sínum. Hún var elst tólf systkina, þótti snemma vel…

Silfurtunglið [tónlistartengdur staður] (1955-75)

Skemmti- og veitingastaðurinn Silfurtunglið við Snorrabraut 37 var vinsæll meðal Reykvíkinga um tveggja áratuga skeið á skeiði ýmissa tónlistarstefna og þar skemmti fólk sér við rokk, bítl, hipparokk og „brennivínstónlist“ auk gömlu dansana. Húsið var þó löngum umdeilt vegna staðsetningar þess enda í miðri íbúðabyggð og það varð á endanum til þess að skemmtistaðnum var…

Silfurtónar [2] (2015-)

Á Bolungarvík hefur starfað barnakór við grunnskólann síðan árið 2015 (að öllum líkindum) undir nafninu Silfurtónar. Upplýsingar eru af afar skornum skammti um þennan kór en hann hefur sungið þar vestra við ýmis tækifæri undir stjórn Sigrúnar Pálmadóttur og hefur innihaldið á milli þrjátíu og fjörutíu kórmeðlimi. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um barnakórinn Silfurtóna.

Silfurfálkinn (1999-2003)

Silfurfálkinn mun hafa verið eins manns hljómsveit Sigurðar Halldórs Guðmundssonar sem hann starfrækti en hann sendi frá sér lög á þremur safnplötum á árunum 1999 til 2003 undir því nafni. Silfurfálkinn kemur fyrst fyrir á safnplötunni Rokkstokk 1999 (tengt samnefndri hljómsveitakeppni í Keflavík) þar sem hann var með tvö lög en sveitin hafnaði þar líklega…

Sigvaldi og stólpípan (um 1984)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Sigvaldi og stólpípan en sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum Legó og Bólu-Hjálmar og vörturnar. Sveitin var starfandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð að öllum líkindum árið 1984 eða um það leyti og kom einu sinni fram á tónleikum innan skólans. Fyrir liggur að Valtýs Björn Thors…

Silver cock (2004)

Óskað er eftir upplýsingum um rokkhljómsveit sem bar nafnið Silver cock en hún var starfandi haustið 2004. Ask the slave var stofnuð upp úr þessari sveit en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum, starfstíma og fleira sem gæti verið lesendum áhugavert.

Silja Aðalsteinsdóttir (1943-)

Flestir tengja nafn Silju Aðalsteinsdóttur (f. 1943) við ritstörf og bókmenntir en hún skráð m.a. bókina um Bubba Morthens, Bubbi sem út kom fyrir jólin 1990, hún er jafnframt virtur bókmenntafræðingur, pistla- og rithöfundur, ritstjóri og þýðandi og hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir störf sín í þeim geira. Silja á sér einnig…

Simbad (?)

Glatkistan óskar eftir hljómsveit sem líkast til starfaði á Seltjarnarnesinu undir nafninu Simbad, hugsanlega um síðustu aldamót. Sigurður G. [?] og Árni Benedikt Árnason munu hafa verið meðal meðlima þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana og því óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.  

Afmælisbörn 18. ágúst 2021

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og fjögurra ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af frambærilegustu…