Sigvaldi og stólpípan (um 1984)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Sigvaldi og stólpípan en sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum Legó og Bólu-Hjálmar og vörturnar.

Sveitin var starfandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð að öllum líkindum árið 1984 eða um það leyti og kom einu sinni fram á tónleikum innan skólans. Fyrir liggur að Valtýs Björn Thors var meðal meðlima hennar og lék þar líklega á bassa en upplýsingar vantar um aðra meðlimi Sigvalda og stólpípunnar.