Siggi Björns (1955-)

Trúbadorinn Siggi Björns (Siggi Bjørns) hefur haft tónlist að lifibrauði síðan á níunda áratug síðustu aldar og hefur gefið út fjölda platna á ferli sínum, hann er líkast til einn víðförlasti tónlistarmaður Íslendinga en hann hefur heimsótt fjölda landa í flestum heimsálfum. Sigurður Björnsson eða Siggi Björns er fæddur (1955) og uppalinn á Flateyri, hann…

Siggi Helgi (1959-)

Tónlistarmaðurinn Siggi Helgi var töluvert áberandi á níunda áratug síðustu aldar og sendi þá frá sér sólóplötu auk þess sem hann kom fram í kvikmyndinni Kúrekum norðursins ásamt fleirum og tók samhliða því þátt í kántríhátíðar-ævintýrinu á Skagaströnd. Í seinni tíð hefur hann mestmegnis starfrækt hljóðver og eitthvað starfað með hljómsveitum. Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi…

Siggi Björns – Efni á plötum

Siggi Björns – ÍS.261 Útgefandi: Tófutak Útgáfunúmer: Tófutak 001 Ár: 1988 1. Við Drekkingarhyl 2. Júdas 3. Bísinn á Trinidad 4. Lofkvæði um konuna mína 5. She was a woman 6. Don‘t think twice, It‘s alright 7. Goodmorning blues 8. Waiting for a train 9. Mrs. Robinson 10. Ó, María 11. Minnie the moonshine 12.…

Siggi Ingimars – Efni á plötum

Siggi Ingimars – King [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2016 1. Fabulous 2. Face your giants 3. King 4. Third day 5. Graditude 6. Love what he did Flytjendur: Sigurður Ingimarsson – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Siggi Ingimars (1970-)

Tónlistarmaðurinn og Hjálpræðishers-kapteinninn Sigurður Ingimarsson hefur verið viðloðandi tónlistarbransann á Íslandi með einum eða öðrum hætti frá unglingsaldri, bæði í kristilega geira tónlistarinnar sem og í hinu almenna poppi. Sigurður Hörður Ingimarsson (Siggi Ingimars) er fæddur 1970 og kemur upphaflega frá Akureyri. Hann var virkur í kristilegu starfi KFUM og K þar í bæ og…

Siggi Helgi – Efni á plötum

Siggi Helgi – Feti framar… Útgefandi: Studio Bimbo Útgáfunúmer: Studio Bimbo 005 Ár: 1984 1. Þú ert mín eiginkona 2. Ástardís 3. Lífið 4. Eitt ég vita vil 5. Jói vin 6. Linda og Billa 7. Ófremdarástand 8. Lilja 9. Alki 10. Of ung 11. Tvöfaldur brennivín í kók 12. Manstu Flytjendur: Sigurður Helgi Jóhannsson…

Sigrún Jóhannesdóttir [1] (?)

Litlar og fáar heimildir finnast um píanóleikarann Sigrúnu Jóhannesdóttur en hún mun hafa verið fyrst hérlendis til að leika undir við kvikmyndasýningar, starfaði við það í Gamla bíói um nokkurt skeið en hætti árið 1918. Sigrún var jafnframt píanókennari og mun það hafa verið hennar aðal starf hennar. Reikna má með að Sigrún hafi verið…

Signe Liljequist – Efni á plötum

Dóra Sigurðsson og Signe Liljequist [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunumer: Polyphone XS 44226 Ár: 1927 1. Bí, bí og blaka 2. Sofnar lóa Flytjendur: Dóra Sigurðsson – söngur Signe Liljequist – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Signe Liljequist [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 44237 Ár: 1928 1. Bí, bí og…

Signe Liljequist (1876-1958)

Signe Maria Liljequist (f. 1876) var finnsk sópran söngkona sem hingað til lands kom þrívegis og söng hér á fjölda tónleikum við miklar vinsældir, fólki þótti einkar eftirtektarvert hversu vel hún fór með íslensku lögin en framburður hennar þótti með eindæmum góður. Signe kom hingað fyrst árið 1923 þar sem hún söng á ellefu tónleikum…

Sigurbjörn Eiríksson [annað] (1925-97)

Sigurbjörn Eiríksson var umsvifamikill athafnamaður og áberandi í skemmtanalífi Íslendinga um árabil en hann rak nokkra af vinsælustu skemmtistöðum landsins um áratuga skeið. Sigurbjörn var fæddur (1925) og uppalinn á Fáskrúðsfirði en fluttist á höfuðborgarsvæðið og þar hóf hann að láta að sér kveða í kringum 1960 þegar hann tók við rekstri Vetrargarðsins í Tívolíinu…

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1941-78)

Söngkonan Sigurbjörg Sveinsdóttir (Didda Sveins) söng með nokkrum danshljómsveitum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún starfaði oftar en ekki með eiginmanni sínum, gítarleikaranum Eyþóri Þorlákssyni bæði hérlendis og á Spáni. Hún lést af slysförum aðeins þrjátíu og sjö ára gömul. Sigurbjörg Sveinsdóttir var fædd og uppalin í Reykjavík (1941) en ekki liggja…

Sigtún [tónlistartengdur staður] (1963-86)

Skemmtistaðurinn Sigtún starfaði í á þriðja áratug á síðari hluta síðustu aldar og var vinsæll meðal ungs fólk, Sigmar Pétursson veitingamaður rak staðinn á tveimur stöðum, fyrst við Austurvöll og síðar á Suðurlandsbrautinni, hann fylgdist vel með nýjungum erlendis og var fljótur að tileinka sér slíka hluti. Sigmar hafði rekið Breiðfirðingabúð um nokkurra ára skeið…

Sigurður Pálsson (1957-)

Upplýsingar eru takmarkaðar um tónlistarmanninn Sigurð Pálsson (f. 1957) sem hefur poppað upp með reglubundnum hætti í íslenskri tónlist, ekki er einu sinni víst að alltaf sé um sama mann að ræða. Svo virðist sem Sigurður þessi komi fyrst við sögu sem bassaleikari hljómsveitarinar Fjötra árið 1982 en sú sveit sendi þa frá sér plötuna…

Secret agent (1993)

Secret agent var eins manns sveit Birgis Sigurðssonar (Biggi Bix) sem var þá sautján ára gamall. Sveitin átti lag á safnplötunni Núll & nix: Ýkt fjör, sem kom út sumarið 1993.

Afmælisbörn 11. ágúst 2021

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fjögur talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er fimmtíu og níu ára. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann gekk til liðs…