Signe Liljequist (1876-1958)

Signe Liljequist

Signe Maria Liljequist (f. 1876) var finnsk sópran söngkona sem hingað til lands kom þrívegis og söng hér á fjölda tónleikum við miklar vinsældir, fólki þótti einkar eftirtektarvert hversu vel hún fór með íslensku lögin en framburður hennar þótti með eindæmum góður.

Signe kom hingað fyrst árið 1923 þar sem hún söng á ellefu tónleikum í Reykjavík og fór svo norður til Akureyrar og söng þar einnig, næst kom hún ári síðar (1924) og fór þá hringferð í kringum landið ásamt því að syngja á höfuðborgarsvæðinu, og svo í þriðja sinn haustið 1929 en þá söng hún líklega bara í Reykjavík.

Nokkrar plötur komu út með söng Signe hér á landi á vegum Hljóðfærahúss Reykjavíkur þar sem hún söng íslensk lög, fyrst kom út plata vorið 1927 þar sem þær Dóra Sigurðsson skiptu með sér plötuhliðum en á sinni hlið söng Signe Bí, bí og blaka. Fjórar plötur með söng hennar komu svo út 1928 og höfðu að geyma alls tólf lög, öll íslensk utan eitt.

Signe hélt tónleika víða um heim á sínum söngferli en einnig kenndi hún söng bæði í Helsinki og Kaupmannahöfn. Þess má geta að hún söng á fyrstu plötunni sem kom út í Færeyjum (1928).

Signe Liljequist lést árið 1958.

Efni á plötum