Sigurður Pálsson (1957-)

Upplýsingar eru takmarkaðar um tónlistarmanninn Sigurð Pálsson (f. 1957) sem hefur poppað upp með reglubundnum hætti í íslenskri tónlist, ekki er einu sinni víst að alltaf sé um sama mann að ræða.

Svo virðist sem Sigurður þessi komi fyrst við sögu sem bassaleikari hljómsveitarinar Fjötra árið 1982 en sú sveit sendi þa frá sér plötuna Rimlarokk. Næst kemur hann fram sem sólólistamaður á safnplötunum Blávatn og Lagasafninu 3 árið 1993, og einnig sem einn meðlimur hljómsveitarinnar Borgarbræðra ári síðar (1994). Hann kemur einnig fram sem bakraddasöngvari hjá Gústafi Gústafssyni á safnplötunni Vesturljós (2002) og svo með eigið lag og texta á tvöföldu safnplötunni Music from the west. Aftur er tekið fram að óvíst sé að um sama mann sé alls staðar að ræða.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um Sigurð Pálsson og tónlistarferil hans.