Sérsveitin [3] (2001-02)

Sérsveitin

Sérsveitin var hljómsveit starfandi á Vestfjörðum veturinn 2001-02 en hún var eins konar samstarf milli bæjarfélaga vestra, sameiginleg skólahljómsveit grunnskólanna í Bolungarvík og Ísafirði í samstarfi við tónlistarskólana á stöðunum og Menntaskólans á Ísafirði.

Sveitin var sett á laggirnar í upphafi árs 2001 og starfaði líklega fram á vorið 2002 undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, en hlutverk hennar var fyrst og fremst að leika við hefðbundin hátíðarhöld í Bolungarvík og Ísafirði s.s. 17. júní, á sjómannadaginn og þess konar tækifæri.