Sérsveitin [1] (1983)

Sérsveitin / Gott kvöld

Þegar þeim Guðna Rúnari Agnarssyni og Ásmundi Jónssyni var gert að hætta með útvarpsþætti sína á Ríkisútvarpinu, Áfanga sumarið 1983, kölluðu þeir saman hóp ungs tónlistarfólks til að flytja frumsamda tónlist í síðasta þættinum sem sendur var út í beinni útsendingu um verslunarmannahelgina þetta sumar.

Það mun hafa verið Guðni Rúnar sem valdi tónlistarfólkið í sveitina sem þeir félagar gáfu nafnið Sérsveitin / Gott kvöld, sveitina skipuðu þau Sigtryggur Baldursson trommuleikari og Guðlaugur Kristinn Óttarsson gítarleikari úr Þey, Einar Melax hljómborðsleikari úr Fan Houtens Kókó, Birgir Mogensen bassaleikari úr Með nöktum, Einar Örn Benediktsson söngvari úr Purrki Pillnikk og Björk Guðmundsdóttir söngkona úr Tappa tíkarrass.

Aldrei stóð til að sveitin myndi starfa áfram en samstarfið gekk það vel að sveitin starfaði áfram og fékk fljótlega nafnið Kukl. Sérsveitin lék því ekki nema þetta eina skipti undir því nafni.