Sextett Jóns Sigurðssonar (1967-70)

Sextett Jóns Sigurðssonar starfaði um tæplega þriggja ára skeið undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð á skjön við vinsælustu hljómsveitir landsins sem flestar léku bítla- og hippatónlist á þeim tíma, sextettinn þjónaði hins vegar eldri markhópi og naut töluverðra vinsælda. Sveitin var húshljómsveit í Þórscafé, hafði þar tekið við af Lúdó…

Sexual mutilations (1993)

Hljómsveitin Sexual mutilations var ein af fjölmörgum rokksveitum sem léku á tónleikum í Faxaskála sumarið 1993 en þeir voru á vegum óháðu listahátíðarinnar Ólétt ´93. Takmarkaðar upplýsingar finnast um þessa sveit, fyrir liggur að Sigtryggur Berg Sigmarsson var söngvari hennar en ekki finnst neitt meira um hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hversu lengi…

Séra Hannes & saurlífisseggirnir (1994-)

Hljómsveitin Séra Hannes & saurlífisseggirnir mun hafa átt sér forsögu í kringum 1970 en meðlimir sveitarinnar störfuðu þá í hljómsveitinni Næturgölunum / The Nightingales. Þeir félagar komu svo aftur saman undir þessu nafni árið 1994 þegar þeir fögnuðu 25 ára stúdentsafmæli, Hannes Örn Blandon trommuleikari Næturgala var þá orðinn prestur og því þótti við hæfi…

Seyðisfjarðartríóið (um 1930)

Seyðisfjarðartríóið sem svo er hér nefnt starfaði ekki undir því nafni en hefur í heimildum verið kallað það, en það var nafnlaust tríó starfandi í kringum 1930 á Seyðisfirði – hvenær nákvæmlega liggur þó ekki alveg fyrir. Það voru þeir Þorsteinn Gíslason fiðluleikari, Þórarinn Kristjánsson sellóleikari (bróðir Kristjáns Kristjánssonar (KK) saxófónleikara og faðir Leifs Þórarinssonar…

Sex show (1973-74)

Sönglagahópur sex unglingsstúlkna úr Ármúlaskóla gekk undir nafninu Sex show í byrjun árs 1974 og líklega hafði hópurinn þá verið starfandi um tíma. Engar upplýsingar er að finna hverjar skipuðu þennan hóp en ein þeirra lék aukreitis undir á gítar, og fluttu þær einhvers konar þjóðlagatónlist. Þegar hópurinn kom fram á FÁLM-hátíð í Tónabæ hafði…

Sandlóurnar – Efni á plötum

Karlakórinn Lóuþrælar & Sönghópurinn Sandlóur – Húmljóð Útgefandi: Karlakórinn Lóuþrælar Útgáfunúmer: LCD 002 Ár: 2002 1. Íslands lag 2. Vorvindar 3. Faðmur dalsins 4. Sumar er í sveitum 5. Máttur kærleikans 6. Logn og blíða 7. Borðsálmur 8. Lækurinn 9. Í páfans sal 10. Lát nikkuna hljóma 11. Þú ert mín draumadís 12. Hvar er…

Sandlóurnar (1987-2006)

Sönghópurinn Sandlóur eða Sandlóurnar eins og hann var iðulega kallaður var ekki eiginlegur kór þótt hann tengdist Karlakórnum Lóuþrælnum, um var að ræða sönghóp maka Lóuþrælanna sem oft kom fram ásamt karlakórnum. Vestur-húnvetnski karlakórinn Lóuþrælar hafði verið starfandi í um tvö ár árið 1987 þegar nokkrir makar meðlima kórsins stofnuðu sönghóp sem þær kölluðu Sandlóurnar,…

Sextett Óla Ben (1963)

Upplýsingar um Sextett Óla Ben (Sextett Ólafs Benediktssonar) eru mjög af skornum skammti en þessi sveit starfaði í fáeina mánuði vor og sumar 1963. Ólafur Benediktsson var hljómsveitarstjóri og trymbill sextettsins og söngkonan Bertha Biering söng með sveitinni en annað liggur ekki fyrir um hana, óskað er því eftir frekari upplýsingum um aðra meðlimi og…

Sextett Jóns Sigurðssonar – Efni á plötum

Sextett Jóns Sig. og Stefán [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 101 Ár: 1968 1. Góðir vinir 2. Við lindina 3. Sjómannavísa 4. Kossinn Flytjendur: Stefán Jónsson – söngur Jón Sigurðsson – [?] nokkrir félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Sextett Bigga Haralds (1981)

Sextett Bigga Haralds var eins konar ballhljómsveit starfandi sumarið 1981 í Mosfellssveit og mun hafa verið hliðarverkefni við hljómsveitina Pass sem sömu meðlimir starfræktu um svipað leyti, stofnuð upp úr hljómsveitinni Partý. Kjarni sveitarinnar var sá hinn sami og síðar skipaði Gildruna, þeir Birgir Haraldsson söngvari (sem sveitin er einmitt kennd við), Karl Tómasson trommuleikari…

Sextettinn (1975-77)

Hljómsveit sem gekk undir nokkrum nöfnum en verður hér skráð undir nafninu Sextettinn var starfrækt innan Menntaskólans við Tjörnina um skeið um og upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar, sveitin vakti nokkra athygli fyrir spilamennsku sína en hún hýsti meðlimi sem síðar urðu þekktir tónlistarmenn og segja má að Sextettinn sé nokkurs konar undanfari…

Sextett Ólafs F. og Sara (1998)

Litlar upplýsingar liggja fyrir um hljómsveit sem starfaði í Eyjafirðinum snemma árs 1998 undir nafninu Sextett Ólafs F. og Sara. Lesendur Glatkistunnar mættu gjarnan senda síðunni frekari upplýsingar um þessa sveit s.s. meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 23. júní 2021

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…