Sexual mutilations (1993)

Hljómsveitin Sexual mutilations var ein af fjölmörgum rokksveitum sem léku á tónleikum í Faxaskála sumarið 1993 en þeir voru á vegum óháðu listahátíðarinnar Ólétt ´93.

Takmarkaðar upplýsingar finnast um þessa sveit, fyrir liggur að Sigtryggur Berg Sigmarsson var söngvari hennar en ekki finnst neitt meira um hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hversu lengi hún starfaði o.s.frv., allar slíkar upplýsingar væru vel þegnar.