Hljómsveit Halldórs frá Kárastöðum (1937-52)

Lítið er vitað um hljómsveit Halldórs Einarssonar frá Kárastöðum í Þingvallasveit en hann var vinsæll harmonikkuleikari og lék víða um sunnan og vestanvert landið á dansleikjum á fyrri hluta 20. aldarinnar, ýmist einn eða í samstarfi við aðra en hann mun hafa gert sveitina út frá Reykjavík þangað sem hann fluttist árið 1937. Ekki er…

Halldór Einarsson [1] (1913-81)

Halldór Einarsson var kunnur harmonikkuleikari hér á árum áður en hann kenndi sig alltaf við Kárastaði í Þingvallasveit þar sem hann var fæddur og uppalinn. Halldór var fæddur árið 1913 og flutti til Reykjavíkur árið 1937 en þar starfaði hann lengst af sem leigubílstjóri og síðar sem verkstjóri hjá Björgun. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar…

Halldór Einarsson [2] (1926-2009)

Halldór Einarsson básúnuleikari var af annarri kynslóð blásaratónlistarmanna hérlendis og lék lengi með Lúðrasveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands svo dæmi séu nefnd en hann var einnig öflugur liðsmaður í félagsstarfi tónlistarmanna og kom þar víða við. Halldór var fæddur vorið 1926 og uppalinn á Akranesi, yngstur sautján systkina en fluttist ungur til höfuðborgarinnar og nam…

Hljómsveit Braga Hlíðberg (1946-56 / 1993-96)

Þegar talað er um hljómsveit Braga Hlíðberg er í raun um nokkrar sveitir að ræða – þar af ein sem starfaði í þrjú til fjögur ár, hinar sveitirnar höfðu mun skemmri líftíma. Bragi Hlíðberg harmonikkuleikari starfrækti árið 1946 hljómsveit sem var auðsýnilega skammlíf því hún virðist aðeins hafa leikið um skamma hríð um sumarið fyrir…

Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] (1954-)

Frá því um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hefur verið starfrækt landssamband lúðrasveita hér á landi enda er lúðrasveitarformið elsta hljómsveitarformið í íslenskri tónlistarsögu en fyrsta hljómsveit þeirrar tegundar var sett á laggirnar vorið 1876 þegar Helgi Helgason stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Undirbúningur hafði staðið frá árinu 1946 að stofnun þessara samtaka sem þá yrði samstarfsvettvangur…