Beggi Smári & Bex band á Dillon

Blúsarinn Bergþór Smári & Bex band verða með sumarblústónleika á Dillon við Laugaveg fimmtudagskvöldið 1. júlí kl. 21:00 og verður sérstakur gestur þeirra gítarleikarinn Nick Jameson. Ásamt Begga Smára sem leikur á gítar og syngur, skipa Bex bandið þeir Ásmundur Jóhannsson trommuleikari og Brynjar Páll Björnsson bassaleikari. Aðgangur er ókeypis.

Sextett Ólafs Gauks (1965-71)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur Þórhallsson rak hljómsveitir í eigin nafni um lengri og skemmri tíma nánast allan sinn starfsferil, allt frá því fyrir 1950 og fram á þessa öld, þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa Sextett Ólafs Gauks sem starfaði á árunum 1965 til 1971 og gaf þá út fjölda laga sem nutu mikilla vinsælda.…

Sextett Ólafs Gauks – Efni á plötum

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur, Björn R. Einarsson [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 516 Ár: 1967 1. Segðu ekki nei 2. Bara þig 3. Ef þú vilt verða mín 4. Því ertu svona uppstökk? Flytjendur: Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar og raddir Svanhildur Jakobsdóttir – söngur og raddir Björn R. Einarsson – söngur, básúna og raddir Helgi E. Kristjánsson – bassi og raddir…

Selma Kaldalóns (1919-84)

Selma Kaldalóns er kannski ekki á allra vitorði eins og faðir hennar, Sigvaldi Kaldalóns en hún var mikilvirt tónskáld sem reyndar lét ekki almennilega að sér kveða fyrr en hún var komin fram yfir miðjan aldur. Selma Kaldalóns (Cecilia María Kaldalóns) fæddist haustið 1919 á bænum Ármúla við Ísafjarðardjúp en þar var faðir hennar héraðlæknir.…

Sérsveit Eyjafjarðar (2016)

Harmonikkuhljómsveit sem gekk undir nafninu Sérsveit Eyjafjarðar (jafnvel Sérsveitin) starfaði sumarið 2016 að minnsta kosti, á Akureyri eða þar í kring. Meðlimir þessarar sveitar voru Valberg Kristjánsson, Árni Ólafsson, Hörður Kristinsson og Agnes Harpa Jósavinsdóttir en þau voru öll harmonikkuleikarar.

Sérsveitin [1] (1983)

Þegar þeim Guðna Rúnari Agnarssyni og Ásmundi Jónssyni var gert að hætta með útvarpsþætti sína á Ríkisútvarpinu, Áfanga sumarið 1983, kölluðu þeir saman hóp ungs tónlistarfólks til að flytja frumsamda tónlist í síðasta þættinum sem sendur var út í beinni útsendingu um verslunarmannahelgina þetta sumar. Það mun hafa verið Guðni Rúnar sem valdi tónlistarfólkið í…

Selma Kaldalóns – Efni á plötum

Guðrún Tómasdóttir – Sönglög eftir Sigvalda og Selmu Kaldalóns Útgefandi: Fálkinn / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: KALP 57 / IT 341 Ár: 1978 / 2009 1. Þú eina hjartans yndið mitt 2. Máninn 3. Ég lít í anda liðna tíð 4. Sólarlag 5. Hrauntöfrar 6. Vorvindur 7. Barnið 8. Til næturinnar 9. Nóttin var sú ágæt ein 10. Ave…

Sfinx (1966-67)

Hljómsveitin Sfinx var starfandi á árunum 1966-67 og lék á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Meðlimir Sfinx voru þeir Ólafur Sigurðsson trommuleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Stefánsson gítarleikari og Hannes Jón Hannesson gítarleikari, ekki er ljóst hver þeirra söng í hljómsveitinni en þeir félagar voru á aldrinum 17 til 19 ára gamlir.

Sérsveitin [4] (2004-09)

Upplýsingar um akureysku ballsveitina Sérsveitina eru af skornum skammti. Sveitin virðist hafa spilað mestmegnis á heimaslóðum á Akureyri nokkuð samfleytt á árunum 2004 til 2009 og var Vélsmiðjan þeirra heimavígi þótt hún lék reyndar víðar. Engar upplýsingar er að finna um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og mega lesendur Glatkistunnar gjarnan fylla upp þær eyður…

Sérsveitin [3] (2001-02)

Sérsveitin var hljómsveit starfandi á Vestfjörðum veturinn 2001-02 en hún var eins konar samstarf milli bæjarfélaga vestra, sameiginleg skólahljómsveit grunnskólanna í Bolungarvík og Ísafirði í samstarfi við tónlistarskólana á stöðunum og Menntaskólans á Ísafirði. Sveitin var sett á laggirnar í upphafi árs 2001 og starfaði líklega fram á vorið 2002 undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar,…

Sérsveitin [2] (1989-91)

Sérsveitin vakti töluverða athygli á árunum í kringum 1990, sendi frá sér lag í útvarpsspilun, spilaði töluvert á tónleikum en lognaðist svo útaf án þess að meira yrði úr hlutunum. Sérsveitin var líklega stofnuð í Breiðholtinu snemma á árinu 1989 og tók þá um vorið þátt í Músiktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Davíð Þór…

Shark remover (1992-95)

Tríóið Shark remover var ein þeirra sveita sem komu við sögu í kvikmyndinni Ein stór fjölskylda sem frumsýnd var árið 1995, og var þ.a.l. með á plötu sem gefin var út með tónlistinni úr myndinni. Meðlimir sveitarinnar voru þau Páll Garðarsson söngvari og gítarleikari, Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona og trommuleikari og Jón Emil [?] bassaleikari,…

Shake með öllu nema hráum (1988)

Vorið 1988 var hljómsveit sem bar nafnið Shake með öllu nema hráum meðal sveita sem kepptu í tónlistarkeppninni Viðarstauk, árlegri keppni innan Menntaskólans á Akureyri. Þessi sveit vann til verðlauna í keppninni, átti þar besta frumsamda lagið en engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, þær væru vel þegnar.

Afmælisbörn 30. júní 2021

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma þrjú afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er sextugur í dag og á stórafmæli. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að…