Shark remover (1992-95)

Shark remover

Tríóið Shark remover var ein þeirra sveita sem komu við sögu í kvikmyndinni Ein stór fjölskylda sem frumsýnd var árið 1995, og var þ.a.l. með á plötu sem gefin var út með tónlistinni úr myndinni.

Meðlimir sveitarinnar voru þau Páll Garðarsson söngvari og gítarleikari, Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona og trommuleikari og Jón Emil [?] bassaleikari, sveitin mun þá hafa verið starfandi í einhverri mynd í um þrjú ár en væntanlega hefur Hafdís Huld varla verið í henni allan þann tíma þar sem hún var einungis fimmtán ára gömul 1995.

Svo virðist sem Shark remover hafi lagt upp laupana síðla sumars en Hafdís Huld var þá gengin til liðs við fjöllistahópinn Gus Gus en hún var einn af stofnmeðlimum þeirrar sveitar.