Salbjörg Sveinsdóttir (1953-)

Salbjörg Sveinsdóttir (Salbjörg Hotz) er píanóleikari og tónskáld sem hefur um árabil búið og starfað erlendis en tvær plötur með tónlist hennar hafa komið út. Salbjörg fæddist í Hnífsdal sumarið 1953 og sleit þar barnsskónum. Hún nam píanóleik hjá Ragnari H. Ragnar við Tónlistarskólann á Ísafirði og síðan hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík…

Salbjörg Sveinsdóttir – Efni á plötum

Salbjörg Sveinsdóttir – Sýn af eldi / Vision of fire: Signý Sæmundsdóttir sópran, Bergþór Pálsson bariton, Salbjörg Hotz píanó Útgefandi: Fermata Útgáfunúmer: FM 019 Ár: 2002 1. Birtan tæra / The pristine light 2. Fanginn á fjallinu opna / The prisoner on the mountain 3. Brúðkaupið á torginu / The wedding in the marketplace 4.…

Sambandsmafían (1985-86)

Veturinn 1985 til 86 starfaði skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði, undir nafninu Sambandsmafían. Þessi sveit lék á skóladansleikjum innan skólans um veturinn og einnig í árlegri söngkeppni hans, Bifróvision um vorið 1986. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu Sambandsmafíuna en upplýsingar þess eðlis má gjarnan senda Glatkistunni.

Samkór Sauðárkróks [1] (1966-71)

Tveir blandaðir kórar störfuðu á Sauðarkróki með skömmu millibili á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Samkór Sauðárkróks, þó alls ótengdir hvorir öðrum. Það var Jón Björnsson organisti og tónskáld frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði sem stofnaði Samkór Sauðárkróks hinn fyrri haustið 1966 og starfaði sá kór undir stjórn hans í fimm ár eða…

Samkór Rangæinga [2] – Efni á plötum

Samkór Rangæinga – Inni í faðmi fjalla þinna Útgefandi: Samkór Rangæinga Útgáfunúmer: SK 001 Ár: 1996 1. Héraðssöngur Rangæinga 2. Kom þú nú 3. Hver á sér fegra föðurland 4. Land míns föðurs 5. Yfir voru ættarlandi 6. Smávinir fagrir 7. Tunga mín 8. Englar hæstir 9. Heyr himna smiður 10. Til þín Drottinn hnatta…

Samkór Rangæinga [2] (1996-2015)

Samkór Rangæinga (hinn síðari) starfaði í Rangárþingi í um tvo áratugi undir lok tuttugustu aldar og fram á þá tuttugustu og fyrstu, hann varð til upp úr Samkór Oddakirkju. Haustið 1995 hafði Samkór Oddakirkju verið stofnaður upp úr Kirkjukór Oddakirkju, hann var skipaður söngfólki víða úr Rangárvallasýslu sem hafði bæst í hóp kirkjukórsins en stjórnandi…

Samkór Breiðdælinga og Stöðfirðinga (1988-94)

Samkór Breiðdælinga og Stöðfirðinga var settur á laggirnar haustið 1988 og hafði eins og nafn hans gefur til kynna, að geyma söngfólk frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, einhverjir Fáskrúðsfirðingar voru einnig í honum. Þetta var þrjátíu og fimm mann kór sem söng líklega upphaflega undir stjórn Ferenc Utazzy en Peter Mate tók við söngstjórninni af honum,…

Samkór Breiðdælinga (1986-87)

Kór sem hlaut nafnið Samkór Breiðdælinga starfaði um skamma hríð á Breiðdalsvík sumarið 1986 og virðist hafa verið endurvakinn árið eftir. Það voru þau Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson sem stofnuðu Samkór Breiðdælinga en þau voru sumarið 1986 með nokkurra vikna söngnámskeið á Breiðdalsvík sem um tuttugu manns sóttu, blandaður kór var stofnaður samhliða…

Samkór Hvanneyrar (1977-89)

Samkór Hvanneyrar starfaði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki liggur þó fyrir hvort það var alveg samfleytt, víst er þó að kórinn starfaði á árunum 1977 til 79 og 1988 til 89. Kórinn sem var skipaður meðlimum úr Kirkjukór Hvanneyrar og nemendum úr Bændaskólanum á Hvanneyri var undir stjórn Ólafs Guðmundssonar organista…

Samhjálp [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1973-)

Félagsskapurinn Samhjálp er ekki beinlínis tónlistartengt fyrirbæri en hefur þó komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum í formi tónlistarflutnings á samkomum þess og útgáfu á tónlist í gegnum árin. Samhjálp var formlega stofnuð árið 1973 og var upphaflega meðferðarúrræði fyrir óreglufólk sem Fíladelfíusöfnuður Hvítasunnukirkjunnar setti á fót að sænskri fyrirmynd en Georg Viðar Björnsson hafði tveimur…

Samkór Vestmannaeyja [1] (um 1950)

Óskað er eftir upplýsingum um blandaðan kór í Vestmannaeyjum sem gæti hafa gengið undir nafninu Samkór Vestmannaeyja og söng undir stjórn Ragnars G. Jónssonar organista í Vestmannaeyjum. Kór þessi var starfandi árið 1950 og hugsanlega eitthvað fram á sjötta áratuginn en einnig gæti verið einhver ruglingur við Kirkjukór Vestmannaeyja sem Ragnar stjórnaði á þessum tíma…

Samkór Sauðárkróks [2] (1975-80)

Samkór Sauðárkróks (hinn síðari) starfaði um fimm ára skeið í Skagafirði á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Kórinn var stofnaður í nóvember 1975 og kom fyrst fram vorið eftir (1976) á Sæluviku Sauðárkróks og hann átti eftir að syngja á þeirri árlegu menningarhátíð allar götur síðan meðan hann starfaði. Kórinn fór reyndar víða í…

Afmælisbörn 2. júní 2021

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrra afmælisbarn dagsins, hann er sjötíu og eins árs gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan…