Samkór Sauðárkróks [2] (1975-80)

Samkór Sauðárkróks (hinn síðari) starfaði um fimm ára skeið í Skagafirði á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar.

Kórinn var stofnaður í nóvember 1975 og kom fyrst fram vorið eftir (1976) á Sæluviku Sauðárkróks og hann átti eftir að syngja á þeirri árlegu menningarhátíð allar götur síðan meðan hann starfaði. Kórinn fór reyndar víða í tónleikahaldi og m.a. í söngför um Suðurlandið árið 1979.

Gunnlaugur Olsen var stjórnandi Samkórs Sauðárkróks fyrstu árin eða til ársins 1978 en þá tók Lárus Sighvatsson við kórstjórninni og stýrði honum þar til hann hætti störfum árið 1980.