
Samkór Hvanneyrar
Samkór Hvanneyrar starfaði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki liggur þó fyrir hvort það var alveg samfleytt, víst er þó að kórinn starfaði á árunum 1977 til 79 og 1988 til 89.
Kórinn sem var skipaður meðlimum úr Kirkjukór Hvanneyrar og nemendum úr Bændaskólanum á Hvanneyri var undir stjórn Ólafs Guðmundssonar organista á fyrra skeiðinu sem hér er nefnt að ofan en Bjarni Guðráðsson var stjórnandi hans á níunda áratugnum. Kórinn söng á ýmsum skemmtunum í Borgarfirðinum.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um starfstíma Samkórs Hvanneyrar.