Séra Hannes & saurlífisseggirnir (1999-2000)

Árin 1999 og 2000 starfaði hljómsveit undir nafninu Séra Hannes & saurlífisseggirnir en hún var skipuð mönnum um miðjan aldur, hugsanlega nær saga þessarar sveitar lengra aftur í tímann.

Meðlimir Séra Hannesar & saurlífisseggjanna voru þeir Stefán Halldórsson bassaleikari, Magnús Magnússon gítarleikari, Dýri Guðmundsson gítarleikari og sr. Hannes Örn Blandon trommuleikari.