Séra Hannes & saurlífisseggirnir (1994-)

Hljómsveitin Séra Hannes & saurlífisseggirnir mun hafa átt sér forsögu í kringum 1970 en meðlimir sveitarinnar störfuðu þá í hljómsveitinni Næturgölunum / The Nightingales. Þeir félagar komu svo aftur saman undir þessu nafni árið 1994 þegar þeir fögnuðu 25 ára stúdentsafmæli, Hannes Örn Blandon trommuleikari Næturgala var þá orðinn prestur og því þótti við hæfi…

Næturgalar [1] (1967-72)

Erfitt hefur reynst að vinna úr heimildum um hljómsveitina Næturgala, á hvaða tímaskeiði/um hún starfaði, hverjir skipuðu hana og hvort um eina eða fleiri skyldar eða óskyldar hljómsveitir sé um að ræða. Hér hefur umfjöllun um Næturgalana því verið skipt í tvennt út frá huglægu mati Glatkistunnar en frekari ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar,…

Næturgalar [3] (1989-2000)

Sönghópurinn Næturgalar var starfræktur á Hvammstanga um árabil. 1999 hafði hópurinn starfað í tíu ár en ekki er ljóst hversu lengi þeir störfuðu eftir það, allavega þó til ársins 2000. Meðlimir Næturgala voru Guðmundur St. Sigurðsson, Karl Sigurgeirsson, Ólafur Jakobsson og Þorbjörn Gíslason.