Fire (1996)

Heimildir um hljómsveitina Fire eru af skornum skammti en hún starfaði á Akureyri árið 1996, hugsanlega lengur. Sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem kom út haustið 1996 og á þeirri plötu voru meðlimir sveitarinnar þeir Hörður Halldórsson bassaleikari, Magnús Magnússon trommuleikari, Páll St. Steindórsson söngvari og Guðni Konráðsson gítarleikari, einnig lék Kristján…

Magnús Magnússon [2] (1929-2007)

Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon (Magnus Magnusson) var auðvitað ekki tónlistarmaður en rödd hans er engu að síður að heyra á útgefnum plötum. Magnús (Magnús Sigursteinsson) fæddist 1929 á Íslandi en fluttist kornungur til Edinborgar í Skotlandi með fjölskyldu sinni og bjó alla ævi á Bretlandseyjum þótt hann teldi sig alla tíð Íslending og hélt fast í…

Magnús Magnússon [1] (?)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Magnús Magnússon sem um miðjan sjötta áratug síðustu aldar vakti nokkra athygli fyrir sönghæfileika. Magnús var einn ellefu söngvara sem stigu á stokk í eins konar hæfileikakeppni í Austurbæjarbíói sumarið 1955 en þar öttu kappi ungir og efnilegir söngvarar á aldrinum sextán til tuttugu og fimm ára undir…

Trúbrot [1] (1969-73)

Hljómsveitin Trúbrot er án nokkurs vafa ein allra þekktasta og áhrifamesta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, hún var aukinheldur fyrsta alvöru súpergrúppa Íslands í anda Blind faith, Bad company, ASIA o.fl. og skildi eftir sig fjölda platna og laga sem sömuleiðis teljast með þeim merkustu hér á landi, platan …lifun hefur t.a.m. oftsinnis skipað sér meðal efstu…

Tónkór Fljótsdalshéraðs (1971-83)

Tónkór Fljótsdalshéraðs var öflugur blandaður kór sem starfaði í ríflega áratug og söng víða við góðar undirtektir. Magnús Magnússon skólastjóri Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs var alla tíð stjórnandi kórsins og undir hans stjórn söng þessi fjörutíu manna kór á ýmsum mannamótum, einkum á austanverðu landinu en einnig á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kórinn fagnaði tíu ára…

Tatarar (1968-72)

Hljómsveitin Tatarar vöktu nokkra athygli á tímum blóma- og hippabarna, sveitin sendi frá sér tvær athyglisverðar smáskífur með fjórum lögum og eitt þeirra lifir enn ágætu lífi. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 af nokkrum strákum á menntaskólaaldri, reyndar höfðu þeir félagar starfað undir ýmsum nöfnum frá árinu 1966 s.s. Tacton, Bláa bandið og Dýrlingarnir en…

Dátar (1965-67 / 1973-74)

Dátar voru ein þeirra hljómsveita sem telja má til minnisvarða um íslenskt bítl, aðeins fáeinar aðrar sveitir eins og Hljómar og Flowers geta gert tilkall til hins sama. Dátar voru stofnaðir vorið 1965 og komu þeir fyrst fram í lok júní, gítarleikararnir Hilmar Kristjánsson og Rúnar Gunnarsson sem einnig söng, stofnuðu sveitina og fljótlega bættist…

Drengjalúðrasveit Ólafsfjarðar (1971)

Litlar upplýsingar finnast um lúðrasveit drengja sem starfaði norður á Ólafsfirði 1971 en þó er vitað að Magnús Magnússon var stjórnandi hennar það ár. Allar upplýsingar um hversu lengi sveitin starfaði og almennt um tilurð hennar óskast.

Tónatríóið [1] (1950-76)

Hljómsveitin Tónatríóið (einnig nefnt Tríó Arnþórs Jónssonar / Tríó Adda rokk) starfaði allan sjötta áratug tuttugustu aldarinnar og eitthvað fram á þann áttunda undir styrkri stjórn Arnþórs Jónssonar (Adda rokk) söngvara en hann lék líklega einnig á gítar eða bassa. Yfirleitt var um tríó að ræða en stundum var sveitin þó skipuð fjórum mönnum. Þá léku…

Úthljóð [1] (1970)

Hljómsveitin Úthljóð var fjögurra manna sveit sem um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta ársins 1970 skemmti á öldurhúsum Reykjavíkur. Hún var skipuð þeim Gunnari Gunnarssyni trommuleikara, Magnúsi Magnússyni söngvara, Gunnari Herbertssyni bassaleikara og Finnboga Gunnlaugssyni gítarleikara. Sveitin var hætt störfum um sumarið.