Úthljóð [1] (1970)

Úthljóð[1]

Úthljóð

Hljómsveitin Úthljóð var fjögurra manna sveit sem um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta ársins 1970 skemmti á öldurhúsum Reykjavíkur.

Hún var skipuð þeim Gunnari Gunnarssyni trommuleikara, Magnúsi Magnússyni söngvara, Gunnari Herbertssyni bassaleikara og Finnboga Gunnlaugssyni gítarleikara.

Sveitin var hætt störfum um sumarið.