Úthljóð [2] (1971-72)

engin mynd tiltækAkureyska hljómsveitin Úthljóð starfaði í nokkra mánuði árið 1971 en sveitin bar sama nafn og önnur sunnlensk nokkrum mánuðum fyrr.

Hin norðlenska sveit með söngkonuna Erlu Stefánsdóttur í broddi fylkingar var að öðru leyti skipuð þeim Örvari Kristjánssyni harmonikkuleikara, Rafni Sveinssyni trommuleikara, Grétari Ingimarssyni og Gunnari Tryggvasyni en sá síðast taldi lék líklega á bassa.

Sveitin klofnaði um áramótin 1971-72 í a.m.k. tvær aðrar sveitir.