Ullarhattarnir (2000 -)

Hljómsveitin Ullarhattarnir var stofnuð árið 2000 og hefur einungis komið fram einu sinni fyrir hver jól og spilar þá létt efni eftir sveitarmeðlimi að mestu en hún er skipuð þekktum tónlistarmönnum. Sveitina skipa Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari, Eyjólfur Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Stefán Hilmarsson söngvari. Meðlimir sveitarinnar koma iðalega…

Uncle John’s band (1969-71)

Uncle Johns‘ band var forveri þeirrar sveitar sem síðar gekk undir nöfnunum Lísa, Hljómsveit Pálma Gunnarssonar og síðast Mannakorn. Sveitin var stofnuð 1969 og innihélt gítarleikarana Magnús Eiríksson og Baldur Má Arngrímsson, Jón Kristin Cortes bassaleikara og Björn Björnsson trommuleikara, Baldur mun hafa sungið í upphafi en síðar sungu Janis Carol og Guðmundur Haukur Jónsson…

Undryð (um 2000)

Hljómsveitin Undryð var starfandi í kringum aldamótin 2000 og herjaði einkum á pöbbana og sveitaböllin. Sveitin sendi aldamótaárið frá sér fjögurra laga plötu, Kyssulegar varir, en starfaði ekki lengi. Upphaflega hafði Undryð að geyma söngkonu (Elísabetu [?]) en síðar var Brynjar Már Valdimarsson (BMV) söngvari (og gítarleikari) sveitarinnar. Aðrir meðlimir hennar voru Gunnlaugur Óskar Ágústsson…

Ungir piltar [1] (1944-45)

Hljómsveitin Ungir piltar var starfandi í Hafnarfirði á fimmta áratug síðustu aldar, líklegast á árunum 1944-45. Þeir Eyþór Þorláksson gítar- og harmonikkuleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari stofnuðu sveitina en þeir voru þá bara um fimmtán ára gamlir, einnig var Matthías Á. Mathiesen með í byrjun. Fljótlega bættist Vilberg Jónsson harmonikkuleikari við og síðar Bragi Björnsson…

Upplyfting (1975-)

Saga hljómsveitarinnar Upplyftingar er nær samfelld frá árinu 1975 og hún telst því vera með eldri sveitum landsins, oft er hún sögð vera frá Samvinnuskólanum á Bifröst – stofnuð þar 1979 eða 80 en hún er nokkrum árum eldri en það og kemur upphaflega frá Hofsósi. Eitt megin einkenni Upplyftingar er, reyndar eins og hjá…

Uxorius (1991-92)

Uxorius er rokksveit, starfandi allavega 1991 og 92 á Dalvík. Vorið 1992 keppti sveitin í Músíktilraunum og þá skipuð þeim Daða Jónssyni söngvara og gítarleikara, Gunnlaugi Jónssyni [Lárussyni?] bassaleikara og Jóni Birni Ríkarðssyni trommuleikara (Brain police). Sveitin komst ekki í úrslit. Engar upplýsingar liggja fyrir um sögu Uxorius.

Út í vorið (1992-)

Út í vorið er söngkvartett, stofnaður 1992 af fjórum söngfélögum í Kór Langholtskirkju, þeim Einari Clausen, Þorvaldi Friðrikssyni, Ásgeiri Böðvarssyni og Halldóri Torfasyni. Signý Sæmundsdóttir hefur raddþjálfað hópinn frá stofnun en hann kom fyrst fram opinberlega í upphafi árs 1993 þegar hann söng í Ríkisútvarpinu. Kvartettinn hefur sungið víða við ýmis tækifæri og hefur ennfremur…

Útför Rabba Jóns (um 1975)

Hljómsveitin Útför Rabba starfaði á Ísafirði á áttunda áratugnum, en sveitin hét áður Perlan. Rafn Jónsson var trommuleikari í henni en ekki liggur fyrir hverjir aðrir voru meðlimir sveitarinnar, eða um tilvist hennar almennt.

Úthljóð [1] (1970)

Hljómsveitin Úthljóð var fjögurra manna sveit sem um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta ársins 1970 skemmti á öldurhúsum Reykjavíkur. Hún var skipuð þeim Gunnari Gunnarssyni trommuleikara, Magnúsi Magnússyni söngvara, Gunnari Herbertssyni bassaleikara og Finnboga Gunnlaugssyni gítarleikara. Sveitin var hætt störfum um sumarið.

Úthljóð [2] (1971-72)

Akureyska hljómsveitin Úthljóð starfaði í nokkra mánuði árið 1971 en sveitin bar sama nafn og önnur sunnlensk nokkrum mánuðum fyrr. Hin norðlenska sveit með söngkonuna Erlu Stefánsdóttur í broddi fylkingar var að öðru leyti skipuð þeim Örvari Kristjánssyni harmonikkuleikara, Rafni Sveinssyni trommuleikara, Grétari Ingimarssyni og Gunnari Tryggvasyni en sá síðast taldi lék líklega á bassa.…

Útlendingahersveitin [1] (1982-83)

Útlendingahersveitin var hljómsveit starfandi á Patreksfirði 1982 og 83. Meðlimir hennar voru Sævar Árnason gítarleikari, Davíð Hafsteinsson trommuleikari og Kristófer Kristófersson bassaleikari. Þannig skipuð starfaði sveitin til vorsins 1983 en þá bættist Kolbeinn Þorsteinsson gítarleikari í hópinn og var nafni sveitarinnar breytt í Hersveitin

Útlendingahersveitin [2] (1992 -)

Djasssveitin Útlendingahersveitin var stofnuð 1992 og kom fyrst fram opinberlega á RúRek djasshátíðinni það sama ár. Nafn sitt hlaut sveitin af því að flestir meðlimir hennar bjuggu erlendis, en þeir voru Árni Scheving víbrafónleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Árni Egilsson kontrabassaleikari og Pétur Östlund trommuleikari. Átta ár liðu áður en Útlendingahersveitin kom…

Útlendingarnir (2006)

Hljómsveitin Útlendingarnir var starfandi 2006 og var með einhverju djassívafi. Þetta var tríó skipað þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Scott McLemore trommuleikara og Simon Jermyn bassaleikara. Að öllum líkindum hafa þeir einungis komið saman þetta eina ár.

Útlendu aparnir (2006)

Hljómsveitin Útlendu aparnir úr Vestmannaeyjum var eins konar undanfari The Foreign monkeys sem sigraði Músíktilraunir 2006. Líklega er þó ekki um að ræða sömu sveitina, þeir Bogi Rúnarsson bassaleikari og Gísli Stefánsson gítarleikari (báðir úr Foreign monkeys) voru í henni en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.

Útópía [2] (1998-2002)

Hljómsveitin Útópía var stofnuð 1998 og kom upphaflega frá Dalvík og Akureyri. Meðlimir sveitarinnar komu úr ýmsum böndum, m.a. Exit, Flow, Tombstone o.fl. Sveitin lét fljótlega að sér kveða og tók þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Reykjanesbæ árið 1999. Þar komst Útópía í úrslit og komu út tvö lög með henni á safnplötunni Rokkstokk 1999,…

Útrás [1] (1973-76)

Hljómsveit sem stofnuð var upp úr rústum annarrar, Nú-jæja, frá Hellissandi 1973. Meðlimir hinnar fyrri sveitar voru Pálmi Almarsson gítarleikari, Eggert Sveinbjörnsson trommuleikari og Benedikt Jónsson orgelleikari en auk þeirra bættist nú í hópinn Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía). 1974 kom Ægir Þórðarson gítarleikari í sveitina og spilaði hún víða um land allt til 1976 þegar…

Útrás [2] (1982)

Útrás var rokkhljómsveit úr Kópavogi, hún tók m.a. þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1982. Sveitin komst ekki áfram í úrslitin. Meðlimir Útrásar voru Þórður Ísaksson gítarleikari, Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari, Guðbrandur Brandsson söngvari, Bjarni Þór Bragason trommuleikari og Bjarni Friðriksson bassaleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri meðlimir komu við sögu sveitarinnar.

Útrás [3] [fjölmiðill] (1986-93)

Útvarpsstöðin Útrás var starfrækt í árdaga frjáls útvarpsreksturs á Íslandi. Hún var stofnuð 1986 og rekin af Félagi framhaldsskólanema allt til ársins 1993, íslenskri jaðartónlist var þar gert nokkuð hátt undir höfði. Útvarpsþátturinn Party zone sem enn er í loftinu á Rás 2 og var til skamms tíma á X-inu, er þekktasta afurð Útrásar en…

Úþð (2006)

Spunasveitin Úþð var starfandi 2006. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi hennar eða starfsemi.