Uncle John’s band (1969-71)

engin mynd tiltækUncle Johns‘ band var forveri þeirrar sveitar sem síðar gekk undir nöfnunum Lísa, Hljómsveit Pálma Gunnarssonar og síðast Mannakorn.

Sveitin var stofnuð 1969 og innihélt gítarleikarana Magnús Eiríksson og Baldur Má Arngrímsson, Jón Kristin Cortes bassaleikara og Björn Björnsson trommuleikara, Baldur mun hafa sungið í upphafi en síðar sungu Janis Carol og Guðmundur Haukur Jónsson með bandinu.

Einnig var Valur Emilsson gítarleikari í sveitinni um tíma. Uncle Johns‘ band lék nokkuð hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli og var eins konar ballhljómsveit.

1971 breytti hljómsveitin um nafn og gekk þá undir nafninu Lísa.