Orion [2] (1964-70)

Hljómsveitin Orion var nokkuð sér á báti þann tíma sem hún starfaði síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún var nokkuð trú sinni Shadows-stefnu meðan aðrar sveitir breyttust í bítla- og síðan hippasveitir. Sveitin hafði líka þá sérstöðu í bransanum að hún var yfirlýst bindindissveit en slíkt var fátítt í þessum heimi. Sveitin var…

Blúskompaníið (1967-)

Blúskompaníið er elsta blússveit landsins, brautryðjandi í blústónlist hérlendis, hefur starfað með hléum um langan tíma og er eftir því best verður komist enn starfandi. Þeir Magnús Eiríksson gítarleikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Pónik um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en voru hættir í þeirri sveit þegar þeir voru farnir…

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar (1970-1994)

Jakob Óskar Jónsson starfrækti danshljómsveitir undir eigin nafni frá áttunda áratug síðustu aldar. Margir komu og fóru í gegnum þær sveitir. Það var 1970 fremur en 1969 sem Jakob stofnaði hljómsveit sína en hann hafði áður sungið með fjölmörgum hljómsveitum í sama geira, 1968 hafði hann hins vegar þurft að taka sér hlé frá tónlistinni…

Endurvinnslan (1996)

Hljómsveitin Endurvinnslan var tímabundið verkefni Eiríks Haukssonar og fyrrum félaga hans úr Drýsli sumarið 1996. Sveitin var stofnuð gagngert til að taka þátt í umhverfisátaki Ungmennafélags Íslands og Umhverfissjóðs verslunarinnar undir slagorðum eins og „Rokkum gegn rusli“ og „Flöggum hreinu landi“. Nafn sveitarinnar hafði því tvenns konar skírskotun, annars vegar tengda umhverfisátakinu, hins vegar tengda „gömlum…

Góðir í boði (2001-02)

Góðir í boði var söngkvartett karla, stofnaður 2001. Hann var skipaður þeim Birni Björnssyni, Ólafi M. Magnússyni, Sævari S. Kristinssyni og Hirti Gústavssyni. Líftími kvartettsins varð ekki langur, aðeins eitt ár, en árið 2002 var kórinn Raddbandafélag Reykjavíkur stofnaður upp úr kvartettnum, Góðir í boði náði þó að fara í söngferðalag til Ítalíu á þessu…

Guðbergur Auðunsson – Efni á plötum

Guðbergur Auðunsson, Ragnar Bjarnason og KK-sextettinn – Hvítir svanir / Vor við flóann / Lilla Jóns / Angelina Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttir Útgáfunúmer: HSH 45 – 1001 Ár: 1959 1. Lilla Jóns 2. Angelína 3. Vor við flóann 4. Hvítir svanir Flytjendur KK-sextett – engar upplýsingar Ragnar Bjarnason – söngur Guðbergur Auðunsson – söngur    …

Tónik [1] (1961)

Hljómsveitin Tónik (Tónik kvintett) var stofnuð af Elfari Berg píanóleikara (Lúdó sextett o.fl.) í ársbyrjun 1961. Aðrir meðlimir voru Björn Björnsson trommuleikari, Guðjón Margeirsson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson gítarleikari, Jón Möller básúnuleikari og Englendingurinn Cole Porter söngvari. Fyrst um sinn lék sveitin í Vetrargarðinum og síðar víðar en hún var ýmist nefnd Tónik eða Tónik kvintett…

Uncle John’s band (1969-71)

Uncle Johns‘ band var forveri þeirrar sveitar sem síðar gekk undir nöfnunum Lísa, Hljómsveit Pálma Gunnarssonar og síðast Mannakorn. Sveitin var stofnuð 1969 og innihélt gítarleikarana Magnús Eiríksson og Baldur Má Arngrímsson, Jón Kristin Cortes bassaleikara og Björn Björnsson trommuleikara, Baldur mun hafa sungið í upphafi en síðar sungu Janis Carol og Guðmundur Haukur Jónsson…