Góðir í boði (2001-02)

engin mynd tiltækGóðir í boði var söngkvartett karla, stofnaður 2001. Hann var skipaður þeim Birni Björnssyni, Ólafi M. Magnússyni, Sævari S. Kristinssyni og Hirti Gústavssyni.

Líftími kvartettsins varð ekki langur, aðeins eitt ár, en árið 2002 var kórinn Raddbandafélag Reykjavíkur stofnaður upp úr kvartettnum, Góðir í boði náði þó að fara í söngferðalag til Ítalíu á þessu eina ári ásamt fleira íslensku tónlistarfólki.

Stjórnandi hópsins var Sigrún Grendal.