Glimmer-systur (1985)

Glimmer-systur var akureyskur sönghópur starfandi 1985 og hafði á að skipa þremur ungum söngkonum, Margréti Blöndal (síðar dagskrárgerðarmanni), Hólmfríði Bjarnadóttur og Sigríði Pétursdóttur. Þær stöllur komu víða fram á skemmtunum norðanlands og sungu einkum stríðsáratónlist í anda Andrews systra, oft við undirleik Jóns Árnasonar harmonikkuleikara frá Syðri-Á.

Góðir í boði (2001-02)

Góðir í boði var söngkvartett karla, stofnaður 2001. Hann var skipaður þeim Birni Björnssyni, Ólafi M. Magnússyni, Sævari S. Kristinssyni og Hirti Gústavssyni. Líftími kvartettsins varð ekki langur, aðeins eitt ár, en árið 2002 var kórinn Raddbandafélag Reykjavíkur stofnaður upp úr kvartettnum, Góðir í boði náði þó að fara í söngferðalag til Ítalíu á þessu…

Mýbit (1974)

Söngkvartettinn Mýbit starfaði í nokkra mánuði árið 1974. Mýbit einskorðaði sig við þjóðlög og var skipaður nokkrum söngvurum sem höfðu verið í þjóðlagasveitum, þau voru hjónin Helga Steinsson (Fiðrildi) og Snæbjörn Kristjánsson (Fiðrildi), Jón Árni Þórisson (Lítið eitt) og Lárus Kvaran (Flækingar). Hópurinn kom nokkrum sinnum fram sumarið 1974 en síðan heyrðist ekkert af þeim…

Sedró-5 (1985)

Söngflokkurinn Sedró-5 samanstóð af fimm ungmennum sem mynduðu nafn flokksins úr upphafsstöfum sínum. Þetta voru þau Sigurbjörg [?], Elfa [?], Dagbjörg [?], Ragnar [?] og Ómar [?], og sungu þau djassskotna slagara í ætt við Manhattan Transfer og Sergio Mendes, eins og sagði í fréttatilkynningu. Hópurinn söng víða um höfuðborgarsvæðið frá áramótum og að minnsta…

Tónabræður [6] (1991-2008)

Lítill kór eða sönghópur (tvöfaldur kvartett) gekk undir nafninu Tónabræður og starfaði að líkindum á árunum 1991-2008. Tónabræður gætu hafa verið stofnaðir að frumkvæði Gunnars H. Stephensen en hópurinn söng við ýmsar athafnir eins og jarðarfarir en einnig við stærri tækifæri eins og á Íslendingahátíð í Svíþjóð 1994 í tilefni af fimmtíu ára afmælis lýðveldisins.…

Út í vorið (1992-)

Út í vorið er söngkvartett, stofnaður 1992 af fjórum söngfélögum í Kór Langholtskirkju, þeim Einari Clausen, Þorvaldi Friðrikssyni, Ásgeiri Böðvarssyni og Halldóri Torfasyni. Signý Sæmundsdóttir hefur raddþjálfað hópinn frá stofnun en hann kom fyrst fram opinberlega í upphafi árs 1993 þegar hann söng í Ríkisútvarpinu. Kvartettinn hefur sungið víða við ýmis tækifæri og hefur ennfremur…