Glimmer-systur (1985)

Glimmer systur

Glimmer systur ásamt Jóni frá Syðri-Á

Glimmer-systur var akureyskur sönghópur starfandi 1985 og hafði á að skipa þremur ungum söngkonum, Margréti Blöndal (síðar dagskrárgerðarmanni), Hólmfríði Bjarnadóttur og Sigríði Pétursdóttur.

Þær stöllur komu víða fram á skemmtunum norðanlands og sungu einkum stríðsáratónlist í anda Andrews systra, oft við undirleik Jóns Árnasonar harmonikkuleikara frá Syðri-Á.