Mýbit (1974)

Mýbit

Mýbit

Söngkvartettinn Mýbit starfaði í nokkra mánuði árið 1974.

Mýbit einskorðaði sig við þjóðlög og var skipaður nokkrum söngvurum sem höfðu verið í þjóðlagasveitum, þau voru hjónin Helga Steinsson (Fiðrildi) og Snæbjörn Kristjánsson (Fiðrildi), Jón Árni Þórisson (Lítið eitt) og Lárus Kvaran (Flækingar).

Hópurinn kom nokkrum sinnum fram sumarið 1974 en síðan heyrðist ekkert af þeim fyrr en tvö lög með þeim komu út á safnplötunni Hrif síðar um haustið. Þá var Mýbit að öllum líkindum hætt störfum.