Möbelfacta (1991)

engin mynd tiltækHljómsveitin með IKEA nafnið Möbelfacta starfaði í Hafnarfirði 1991 en það árið keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar.

Sveitin komst í úrslit og var skipuð þeim Davíð Ólafssyni trommuleikara (Bone China o.fl.), Regin Frey Mogensen gítarleikara (Bone China), Hrafni Thoroddsen orgelleikara (Dr. Spock, Ensími, Jet Black Joe o.fl.), Helga Vigni Bragasyni söngvara, Einari Má Björgvinssyni gítarleikara og Ellert Schram bassaleikara.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina