Flækingar (1968-69)

Sönghópurinn Flækingar starfaði á árunum 1968 og 69, líklega í nokkra mánuði. Hópinn skipuðu þrír ungir menn og ein stúlka og sungu þau mestmegnis þjóðlög, Helga Steinsson og Lárus Kvaran voru meðal þeirra en upplýsingar vantar um hina tvo.

Mýbit (1974)

Söngkvartettinn Mýbit starfaði í nokkra mánuði árið 1974. Mýbit einskorðaði sig við þjóðlög og var skipaður nokkrum söngvurum sem höfðu verið í þjóðlagasveitum, þau voru hjónin Helga Steinsson (Fiðrildi) og Snæbjörn Kristjánsson (Fiðrildi), Jón Árni Þórisson (Lítið eitt) og Lárus Kvaran (Flækingar). Hópurinn kom nokkrum sinnum fram sumarið 1974 en síðan heyrðist ekkert af þeim…