Flækingar (1968-69)

Sönghópurinn Flækingar starfaði á árunum 1968 og 69, líklega í nokkra mánuði. Hópinn skipuðu þrír ungir menn og ein stúlka og sungu þau mestmegnis þjóðlög, það voru þau Helga Steinsson söngkona, Hörður Árnason gítarleikari, Lárus Kvaran gítarleikari og Helgi Bragason orgelleikari.

Bumburnar (1982-88)

Hljómsveitin Bumburnar var danshljómsveit, starfandi á Norðfirði um árabil á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1982 upp úr leifum Amon Ra og lék á dansleikjum víða um Austfirði en mest þó í heimabyggð, Bumburnar voru t.a.m. fastagestir á þorrablótum og árshátíðum eystra. Í upphafi gekk sveitin undir nafninu Jón og Bumburnar, og voru…

Nunnurnar (1975-76)

Söngtríóið Nunnurnar starfaði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og kom reglulega fram á skemmtistöðum bæjarins. Nunnurnar þrjár voru Drífa Kristjánsdóttir, Janis Carol og Helga Steinsson en þær voru allar þjóðþekktar söngkonur hér á landi. Til stóð að Svavar Gests gæfi út plötu með þeim söngkonum en úr þeim fyrirætlunum varð aldrei, hins vegar komu…

Fiðrildi (1969-70 / 1974)

Þjóðlagatríóið Fiðrildi var starfandi upp úr þjóðlagasveitavakningu sem gekk yfir á Íslandi rétt um 1970, í kjölfar hippabylgjunnar. Fiðrildi náði að koma út lítilli plötu sem sýndi þó tríóið engan veginn í réttu ljósi Tríóið var stofnuð í október 1969 og var frá upphafi skipað þeim Hannesi Jóni Hannessyni gítarleikara, Snæbirni Kristjánssyni kontrabassaleikara (Nútímabörn) og…

Mýbit (1974)

Söngkvartettinn Mýbit starfaði í nokkra mánuði árið 1974. Mýbit einskorðaði sig við þjóðlög og var skipaður nokkrum söngvurum sem höfðu verið í þjóðlagasveitum, þau voru hjónin Helga Steinsson (Fiðrildi) og Snæbjörn Kristjánsson (Fiðrildi), Jón Árni Þórisson (Lítið eitt) og Lárus Kvaran (Flækingar). Hópurinn kom nokkrum sinnum fram sumarið 1974 en síðan heyrðist ekkert af þeim…