F (1985)

Hljómsveitin F starfaði um miðjan níunda áratug 20. aldar og innihélt Þórð Bogason söngvara (Þrek o.fl.), Gústaf Guðmundsson trommuleikara, Vigni Ólafsson gítarleikara (Papar), Guðmund Höskuldsson gítarleikara og Kjartan Guðnason bassaleikara. Sveitin gaf út eina þriggja laga plötu sem bar titilinn Pakkaþukl. Á plötuumslagi þeirrar plötu stendur að allur hugsanlegur ágóði renni til Skálatúnsheimilisins í Mosfellssveit…

F/8 (1980-81)

Hljómsveitin F/8 úr Kópavogi á nafn sitt að rekja til flokks 8 í Vinnuskóla Kópavogs sumarið 1980 en sveitin var stofnuð þegar vantaði tónlist í útvarpsþátt um vinnuskólana. Sveitin starfaði 1980 – 81 og innihélt þá Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara (Dr. Gunna) og Tryggva Þór Tryggvason söngvara (Fræbbblarnir) sem stofnuðu sveitina, aðrir meðlimir voru Björn…

F-929 (1985-86)

Hljómsveitin F-929 var frá Akranesi og starfaði árin 1985 og 1986, sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið 1985 en virðist ekki hafa komið mikið fram opinberlega. Meðlimir F-929 voru þeir Halldór Geir Þorgeirsson, Guðmundur Þ. Sigurðsson, Gunnar Kristmundsson og Bjarni Þór Hjaltason en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan, sveitin komst ekki áfram í…

Facon (1962-69)

Hljómsveitin Facon frá Bíldudal (einnig stundum nefnd Facon sextett) er þekktust fyrir lag sitt Ég er frjáls en sveitin starfaði um sjö ára tímabil á sjöunda áratug 20. aldar. Facon var stofnuð 1962 af Hirti Guðbjartssyni saxófónleikara en aðrir meðlimir stofnmeðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Kr. Ólafsson söngvari, Ástvaldur Jónsson harmonikku- og gítarleikari og Jón…

Tha Faculty (1999)

Tha Faculty var hópur ungra hip hop tónlistarmanna og rappara, stofnaður upp úr Subterranean snemma vors 1999 og starfaði um nokkurra mánaða skeið, fram á haust þetta sama ár. Hópurinn innihélt hóp ungra manna og kvenna en hann var nokkuð breytilegur að stærð og skipan þar sem menn komu og fóru, iðulega var kjarninn í…

Fagmenn (1986-87)

Hljómsveit úr Reykjavík, starfandi 1987 og keppti þá í Músíktilraunum, komust þar í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Karl Olgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Bjarni Páll Ingason bassaleikari, Jón T. Gylfason gítarleikari og Gísli Leifsson trommuleikari. Sveitin var stofnuð haustið 1986 en ekki er ljóst hversu lengi hún starfaði.

Falcon [1] (1957-60)

Hljómsveitin Falcon var starfrækt í Reykjavík um þriggja ára skeið í kringum 1960. Sveitin lék einkum á ballstöðum höfuðborgarinnar og fór lítið út á landsbyggðina. Eins og yfirleitt var í auglýsingum þess tíma var bætt aftan við nafn sveitarinnar kvintett eða sextett eftir stærð hennar í hvert sinn, þannig gekk hún ýmist undir nafninu Falcon…

Falcon [2] (1965-68)

Falcon úr Kópavoginum var starfandi að minnsta kosti á árunum 1965-68, þetta var bítlasveit og hafði á að skipa Björgvini Gíslasyni gítarleikara en aðrir meðlimir voru Sigurjón Sighvatsson bassaleikari, Óli Torfa [?], Siggi [?] og Biggi [?]. Steinar Viktorsson trommuleikari var að öllum líkindum í sveitinni 1965 og 66, og Ólafur Davíð Stefánsson söng með henni á…

Falcon [3] (1966-71)

Í Ólafsvík var starfandi hljómsveit á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Falcon (Falkon) en hún mun hafa verið starfandi ca. á árunum 1966-71. Falcon var upphaflega stofnuð sem skólahljómsveit árið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Sigurður Kr. Höskuldsson gítarleikari, Birgir Bergmann Gunnarsson trommuleikari, Björn S. Jónsson gítarleikari og Sigurður Elinbergsson bassaleikari,…

Falski Fói (1991)

Falski fói er hljómsveit frá Hólmavík en hún var starfandi 1991. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið sem út kom það ár en þá var Atli Engilbertsson einn meðlima sem nafngreindur var. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina, hvorki um meðlimi né líftíma hennar.

Falskir tónar (1985)

Hljómsveitin Falskir tónar kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar 1985. Engar sögur fara af árangri hennar aðrar en að hún komst ekki áfram í úrslit. Engar upplýsingar er heldur að finna um meðlimi Falskra tóna.

Faraldur (1986)

Áttundi og níundi áratugur tuttugustu aldarinnar var blómatíð sveitaballahljómsveita, þá túruðu vinsælustu hljómsveitir landsins gjarnan um landið í hringferð og tóku með sér vinsæla skemmtikrafta til að lengja prógrammið en markmiðið var að hala inn sem mesta innkomu á sem skemmstum tíma. Faraldur var einn þessara hringferðalanga en hafði reyndar þá sérstöðu að vera sett…

Farandbræður (1980)

Farandbræður komu að minnsta kosti einu sinni fram, haustið 1980 á Hótel Borg. Í auglýsingu segir að þeir leiki ádeilulög og erlend dægurlög en engar aðrar upplýsingar er um þá að finna, hversu margir þeir voru, hverjir eða hvort þeir störfuðu lengur en þetta eina kvöld.

Faríel (1999)

Hljómsveitin Faríel úr Reykjavík starfaði 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Andri Valur Jónsson gítarleikari, Benedikt Jón Þórðarson trommuleikari, Björn Halldór Helgason hljómborðsleikari, Brendan Þorvaldsson söngvari og gítarleikari og Patrik Þorvaldsson bassaleikari. Faríel komst í úrslit en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Farmalls (1996-2001)

Kántrísveitin Farmalls varð til í línudansvakningunni hérlendis (og var titluð fyrsta sveit sinnar tegundar á Íslandi) eftir miðjan níunda áratuginn en hún var nátengt hljómsveitinni Jóni forseta, eins konar dótturhljómsveit hennar skipuð sömu meðlimum að einhverju leyti. Farmalls var tríó, stofnað 1996 og skipað þeim Þresti Harðarsyni gítarleikara, Haraldi J. Baldurssyni söngvara og Sigurði Ómari Hreinssyni…

Fast cars (1986)

Í Menntaskólanum við Hamrahlíð var hljómsveitin Fast cars starfandi haustið 1986. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Faxar (1966-69)

Faxar voru í raun fyrsta meikhljómsveit Íslands, hún spilaði víða um Noreg og Svíþjóð og gerði það ágætt þótt ekki liggi neitt markvert á plasti með þeim nema undirleikur á lítilli plötu með bandaríska söngvaranum Al Bishop (1926-97). Mörgum þætti það þó gott. Sögu Faxa má skipta í tvennt, jafnvel að um tvær sveitir sé…

Fásinna (1983-85)

Hljómsveitin Fásinna frá Eiðum og Egilsstöðum var starfandi á árunum 1983-85 en hún vann sér það helst til frægðar að sigra hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunamannahelgina 1984, þar veitti sveitin verðlaununum viðtöku úr hendi Ringos Starr sem þar var staddur. Ennfremur tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1985, komst þar í úrslit og gerði gott…

Fánar (1992-96)

Hljómsveitin Fánar vakti nokkra athygli árið 1994 fyrir lagið Greidd skuld glatað fé, á safnplötunni Já takk, sem Japis gaf út. Meðlimir sveitarinnar í því lagi voru Magnús Einarsson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Tríóið hafði verið stofnuð árið 1992 og þá voru meðlimir þess Magnús, Þórður Högnason bassaleikari og…

Fiðrildi (1969-70 / 1974)

Þjóðlagatríóið Fiðrildi var starfandi upp úr þjóðlagasveitavakningu sem gekk yfir á Íslandi rétt um 1970, í kjölfar hippabylgjunnar. Fiðrildi náði að koma út lítilli plötu sem sýndi þó tríóið engan veginn í réttu ljósi Tríóið var stofnuð í október 1969 og var frá upphafi skipað þeim Hannesi Jóni Hannessyni gítarleikara, Snæbirni Kristjánssyni kontrabassaleikara (Nútímabörn) og…

Fikt (1986)

Hljómsveitin Fikt úr Keflavík var skipuð fjórtán ára hljómsveitarmeðlimum en hún átti lag á safnplötunni Skýjaborgir sem kom út 1986 á vegum Geimsteins. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit.

Fimm [1] (1980-81)

Hljómsveitin Fimm var eins konar týndi hlekkurinn á milli Cirkus og Spilafífla en hún tengdi sögu sveitanna tveggja. Fimm var stofnuð 1980 af fyrrum meðlimum Cirkus, þeim Jóhann Kristinssyni hljómborðsleikara, Erni Hjálmarssyni gítarleikara og Sævari Sverrissyni söngvara. Auk þeirra voru í sveitinni Birgir Bragason bassaleikari (Sálin hans Jóns míns o.fl.) og Halldór Hauksson trommuleikari (Chaplin,…

Fimm [2] (1985)

Hljómsveitin Fimm starfaði á Húsavík árið 1985, meðlimir þeirrar sveitar voru Sigurður Friðriksson hljómborðsleikari, Leifur Vilhelm Baldursson gítarleikari, Stefán Helgason trommuleikari, Hafliði Jósteinsson söngvari og Karl Hálfdánarson bassaleikari. Sveitin var líklega í sveitaballageiranum en allar upplýsingar um hana eru vel þegnar.

Fimm á floti (1980-81)

Fimm á floti var starfrækt á Héraði veturinn 1980-81. Meðlimir þessarar sveitar voru Birgir Björnsson saxófónleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Valgeir Skúlason trommuleikari, Þorvarður B. Einarsson gítarleikari og Helgi Arngrímsson bassaleikari.

Fimm félagar (1990)

Fimm félagar var hljómsveit sem spilaði á þorrablótum 1990. Sveitin var frá Akureyri og var Pálmi Stefánsson (Póló o.fl.) hljómborðsleikari í henni, ekki er kunnugt um aðra meðlimi Fimm félaga.

Fimm í fullu fjöri (1958-60)

Fimm í fullu fjöri hefur oft verið nefnd fyrsta íslenska rokksveitin og um leið fyrsta íslenska unglingasveitin. Líklega er þarna nokkuð fast að orði kveðið en sveitin var allavega fyrsta sveitin af því tagi sem náði almennri hylli. Sveitin var skipuð nokkrum ungum hljóðfæraleikurum sem jafnvel þóttu nokkuð villtir og mun sveitin jafnvel stundum hafa…

Finni flyfly (fyrir 1975)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Finna flyfly sem Ragnar Sigurðsson gítarleikari (Paradís, Egó o.fl.) var í líklega á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Allar slíkar eru því vel þegnar.

Firring (1984)

Firring var dúó þeirra Jóns Steinþórssonar (Jóns Skugga) og Kristrúnu Sævu[?] og fékkst við tilraunakennda tónlist um miðjan níunda áratuginn. Ekki er líklegt að Firring hafi beint verið starfandi heldur að einungis hafi um verið að ræða tilraunir í hljóðveri. Firring gaf út eina plötu samnefnda sveitinni sem fór fremur hljótt en skreið þó á…

Fitlarinn á bakinu (1983)

Fitlarinn á bakinu var ekki langlíf hljómsveit, var stofnuð í kjölfar þess að Fræbbblarnir lögðu upp laupana en starfaði um hálfs árs skeið frá vori fram á haust 1983. Meðlimir Fitlarans voru Valgarður Guðjónsson söngvari, Helgi Briem bassaleikari, Kári Indriðason gítarleikari, Tryggvi Þór Tryggvason gítarleikari og Baldur [?] trommuleikari. Einnig gæti um tíma hafa verið…

Fitus quo (1993)

Hljómsveitin Fitus quo lék á nokkrum rokktónleikum sumarið 1993 en engar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit, þær væru því vel þegnar.

Fíaskó [1] (fyrir 1970)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð líklega fyrir 1970, í henni var Ragnar Daníelsen bassaleikari (Stuðmenn o.fl.) en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.

Fíaskó [2] (Um 1980-90)

Fíaskó er nafn á hljómsveit sem gæti hafa verið til á níunda áratugnum fremur en fyrr. Halldór Lárusson trommuleikari (Spilafífl o.m.fl.) mun hafa verið í þessari sveit. Upplýsingar um aðra meðlimi eru vel þegnar.

Fídus (1985)

Hljómsveitin Fídus kom frá Akranesi og var starfandi 1985 þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þau Anna Halldórsdóttir söngkona, Theódór Hervarsson hljómborðsleikari (síðar veðurfræðingur), Logi Guðmundsson trommuleikari (Bróðir Darwins o.fl.), Jón Páll Pálsson bassaleikari og Ingimundur Sigmundsson gítarleikari (Tregablandin lífsgleði). Fídus komst ekki í úrslit Músíktilraunanna.

Fíladelfíukvartettinn (1951-61)

Fíladelfíukvartettinn starfaði innan Fíladelfíusafnaðarins um ríflega tíu ára skeið, á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar. Um var að ræða söngkvartett sem stofnaður var að frumkvæði Eriks Martinssonar sem var kórstjóri Fíladelfíukórsins um það leyti. Kvartettinn skipuðu Tryggvi Eiríksson, Leifur Pálsson, Dagbjartur Guðjónsson og Þorsteinn Einarsson, hann var mjög virkur í starfinu og söng víða…

Fílharmóníusveitin (1982-83)

Fílharmóníusveitin var tríó stofnuð haustið 1982 í Hafnarfirði og tók hún þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT sama haust. Sveitin komst í úrslit og endaði í öðru til þriðja sæti í keppninni ásamt Englabossum. Meðlimir sveitarinnar voru Einar S. Guðmundsson gítarleikari, Eyjólfur Lárusson trommuleikari og Steinn Á. Magnússon bassaleikari en Ragnar Óskarsson tók síðar…

Fítónn jóðsjúkra kvenna (1997-2000)

Dúettinn Fítónn jóðsjúkra kvenna kom við sögu á safnplötunni Tún, en hún var gefin út í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1997 og munu meðlimir dúósins, þeir Trausti Óskarsson [Lomber] og Flóki Guðmundsson hafa verið nemar í skólanum. Tónlistin var tekin upp á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara MH í febrúar 1997. Svo virðist sem Fítónn…

Fjarkar [1] (1963-68)

Reykvíska sveitin Fjarkar voru gítarhljómsveit í upphafi, stofnuð í Austurbæjarskóla haustið 1963 en fylgdi straumnum eins og aðrir og varð að bítlasveit, enda meðlimir hennar í upphafi á aldrinum 14-16 ára. Meðlimir Fjarka alla tíð voru Kristbjörn Þorláksson trommuleikari, Jóhann Ögmundsson gítarleikari, Kristján Gunnarsson gítarleikari og Kristján Snorri Baldursson bassaleikari. Líkast til sungu þeir flestir.…

Fjarkar [2] (1969)

Heimildir greina frá hljómsveit starfandi 1969 á Fljótsdalshéraði, sem bar nafnið Fjarkar. Fáar heimildir finnast um þessa sveit sem að öllum líkindum starfaði við Alþýðuskólann að Eiðum en nafnarnir Árni Áskelsson og Árni Magnússon munu hafa verið meðal sveitarliða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Fjarka eða á hvað hljóðfæri ofangreindir léku, Glatkistan óskar…

Fjarkar [3] (1972-75)

Hljómsveitin Fjarkar fór mikinn á dansstöðum borgarinnar á árunum 1972-75 en hún var tíðum auglýst sem sveit er spilaði gömlu og nýju dansana. Litlar upplýsingar er að finna um þessa Fjarka aðrar en að Ari Brimar Gústafsson var bassaleikari hennar allavega um tíma sem og Birgir Gunnlaugsson gítar- eða bassaleikari í henni. 1975 kom út…

Fjarkinn [1] (1948-50)

Fjarkinn var strokkvartett sem kom nokkrum sinnum fram í útvarpi og við önnur tækifæri í kringum 1950. Kvartettinn skipuðu þeir Sveinn Ólafsson lágfiðluleikari, Jóhannes Eggertsson sellóleikari og fiðluleikararnir Óskar I. Cortes og Þorvaldur Steingrímsson. Fjarkinn var stofnaður sumarið 1948 og starfaði líklega til 1950 þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð en þá mun eftirspurn eftir slíkum…

Fjórða prelúdían (1970)

Hljómsveitin Fjórða prelúdían starfaði á Ólafsvík 1970 og keppti um verslunamannahelgina í hljómsveitakeppni í Húsafelli. Engar sögur fara af henni, um líftíma eða skipan hennar.

Fjórir jafnfljótir (1957-60)

Forsaga hljómsveitarinnar Fjögurra jafnfljótra er sú að Skapti Ólafsson trommuleikari hafði stofnað hljómsveit sem lengi gekk ekki undir neinu nafni og þegar Freymóður Jóhannesson réði hana til að leika á böllum í Gúttó (1957), skírði hann sveitina og kallaði hana Fjóra jafnfljóta. Sagan segir reyndar að gárungarnir hafi kallað sveitina Fjóra jafnljóta. Ekki liggja fyrir…

Fjörefni (1977-78)

Hljómsveitin Fjörefni naut nokkurra vinsælda síðari hluta áttunda áratugarins en var svolítið sér á báti, mest fyrir að vera aðallega hljóðverssveit. Sveitin varð til eiginlega óvart þegar þeir félagar úr hljómsveitinni Dögg (sem var nokkuð áberandi um tíma), Jón Þór Gíslason og Páll Pálsson voru að huga að sólóplötum, hvor í sínu lagi árið 1977.…

Flames of hell (1984-87)

Saga hljómsveitarinnar Flames of hell er sveipuð dulúð og fáir virðast vita nokkuð um tilurð hennar eða sögu hérlendis. Hún ku hafa verið ein sú fyrsta eða e.t.v. allra fyrsta íslenska sveitin sem spilaði eins konar rokk kenndan við djöfulinn. Upphaf hennar má rekja aftur til ársins 1984 en þremur árum síðar kom út sjö…

Fleður (1997)

Hljómsveitin Fleður var starfandi 1997 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík, sem þá var haldin í fyrsta skipti. Lag með sveitinni kom síðan út á safnplötunni Rokkstokk 97. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitina.

Fnykur frændi (1991-92)

Hljómsveit með þessu nafni gæti hafa verið starfandi á Hólmavík upp úr 1990, líklega 1991 og 92. Hugsanlegir meðlimir hennar gætu hafa verið Guðmundur Þórðarsson, Árni Brynjólfsson, Steindór Gunnarsson, Atli Engilberts og Ólafur Númason. Ekki er vitað um hljóðfæraskipan sveitarinnar en allar upplýsingar eru vel þegnar.

Foli og flippararnir (1989)

Reykvísk hljómsveit sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar vorið 1989. Meðlimir sveitarinnar voru þau Haraldur Leonhardsson trommuleikari, Árni Heiðar Pálmason gítarleikari, Sigurður Sveinsson söngvari, Þorgerður Óskarsdóttir söngkona, Guðni [?] hljómborðsleikari og Gunnar Freyr Jóhannsson bassaleikari.

Forhúð (1970)

Hljómsveitin Forhúð starfaði á Höfn í Hornafirði í kringum 1970 og hafði að geyma Magnús Einarsson, síðar útvarpsmann. Nafn sveitarinnar ku hafa valdið nokkrum deilum í Póstinum í Vikunni, en ekki hafa fundist upplýsingar um aðra meðlimi þessarar mætu sveitar. Sagan segir að um svipað leyti hafi hljómsveit á Húsavík borið sama nafn, allar upplýsingar…

Forhúð forsetans (2004-05)

Pönkhljómsveitin Forhúð forsetans skartar væntanlega einu sérstæðasta (sumir myndu segja einu ósmekklegasta) hljómsveitarnafni Íslandssögunnar. Sveitin starfaði a.m.k. 2004 og 05 og voru meðlimir hennar Davíð Þór Jónsson trommuleikari, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson gítarleikari og söngvari og Bjarni Sigurbjörnsson bassaleikari og söngvari. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Formúla ’71 (1971-72)

Hljómsveit að nafni Formúla ´71 var starfandi á árunum 1971-72. Þekktastir meðlima sveitarinnar munu vera Þorsteinn Magnússon gítarleikari (Þeyr o.m.fl.) og Kristín Lilliendahl söngkona en aðrir voru Mark Brink, Róbert Brink, Kiddi „rós“ [?] og Bjarni Jónasson. Ekki er ljóst á hvaða hljóðfæri þeir léku. Allar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.