Hljómsveitin Faríel úr Reykjavík starfaði 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Andri Valur Jónsson gítarleikari, Benedikt Jón Þórðarson trommuleikari, Björn Halldór Helgason hljómborðsleikari, Brendan Þorvaldsson söngvari og gítarleikari og Patrik Þorvaldsson bassaleikari.
Faríel komst í úrslit en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.