Farmalls (1996-2001)

engin mynd tiltækKántrísveitin Farmalls varð til í línudansvakningunni hérlendis (og var titluð fyrsta sveit sinnar tegundar á Íslandi) eftir miðjan níunda áratuginn en hún var nátengt hljómsveitinni Jóni forseta, eins konar dótturhljómsveit hennar skipuð sömu meðlimum að einhverju leyti.
Farmalls var tríó, stofnað 1996 og skipað þeim Þresti Harðarsyni gítarleikara, Haraldi J. Baldurssyni söngvara og Sigurði Ómari Hreinssyni trommuleikara. Söngtríóið Snörurnar voru þeim Farmalls-liðum stundum innan handar á böllum og Jóhann Örn dansgúrú fylgdi iðulega með einnig og var titlaður dansstjóri á einu plötu sveitarinnar sem út kom haustið 1997. Hún hlaut nafnið Línudans & sveitasöngvar, hafði að mestu að geyma ábreiðuefni og fékk fremur neikvæða dóma í Morgunblaðinu.
Svo virðist sem Magnús Kjartansson hafi gengið til liðs við sveitina í upphafi árs 1998 en í framhaldinu fór lítið fyrir henni, og sást henni ekki bregða fyrir í fjölmiðlum fyrr en 2001. Og þar með voru dagar sveitarinnar líklega taldir.

Efni á plötum