F/8 (1980-81)

engin mynd tiltækHljómsveitin F/8 úr Kópavogi á nafn sitt að rekja til flokks 8 í Vinnuskóla Kópavogs sumarið 1980 en sveitin var stofnuð þegar vantaði tónlist í útvarpsþátt um vinnuskólana.

Sveitin starfaði 1980 – 81 og innihélt þá Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara (Dr. Gunna) og Tryggva Þór Tryggvason söngvara (Fræbbblarnir) sem stofnuðu sveitina, aðrir meðlimir voru Björn Gunnarsson bassaleikari og Haukur Valdimarsson trommuleikari, auk Ara Einarssonar gítarleikara (Fræbbblarnir) sem bættist í hópinn í lokin vorið 1981.

Hljómsveitin Geðfró var síðan stofnuð upp úr F/8.

Sveitin hafði tekið upp eitthvað af efni en fjögurra laga 7 tommu vínylplata var síðan gefin út í fimmtíu eintökum löngu síðar, árið 2018.

Efni á plötum