F-929 (1985-86)

F 929

Hljómsveitin F-929 var frá Akranesi og starfaði árin 1985 og 1986, sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið 1985 en virðist ekki hafa komið mikið fram opinberlega.

Meðlimir F-929 voru þeir Halldór Geir Þorgeirsson, Guðmundur Þ. Sigurðsson, Gunnar Kristmundsson og Bjarni Þór Hjaltason en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan, sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.