Allsherjarfrík (1982-83)

engin mynd tiltækAllherjarfrík var pönksveit, starfandi á Ísafirði snemma á níunda áratug liðinnar aldar.

Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar voru 1982 þeir Kristinn Níelsson gítarleikari, Bjarni (Brink) Brynjólfsson söngvari (síðar ritstjóri Séð & heyrt), Guðmundur Hjaltason bassaleikari og Sigurður G. Sigurðsson trommuleikari.

Sveitin átti efni á safnsnældunni Ísfirskar nýbylgjugrúbbur (1983).