Alternativ music festival [tónlistarviðburður] (1975)

Þrjú á palli á sviðinu

Þrjú á palli á sviðinu í Svíþjóð

Fjölþjóðlega tónlistarhátíðin Alternativ music festival var haldin í Stokkhólmi í mars 1975 í því skyni að mótmæla Eurovision söngvakeppninni sem haldin var um sama tíma í Svíþjóð í kjölfar sigurs Abba í keppninni, og um leið að vekja athygli á þeim fjölbreytileika sem evrópsk tónlist gæti boðið upp á í stað þeirrar stöðnuðu ímyndar sem Eurovision keppnin þótti bjóða upp á.

Ástæða þess að þessi viðburður er til umfjöllunar hér er að hann sóttu nokkrir þjóðkunnir íslenskir tónlistarmenn og tóku þátt í hátíðinni til höfuðs Eurovision, má þar nefna hljómsveitirnar og tónlistarmennina Örn Bjarnason, Þokkabót, Þrjú á palli, Megas og djasshljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar en sá síðastnefndi kom reyndar við sögu nokkru sinnum í Eurovision keppninni þegar Íslendingar hófu þátttöku í henni ríflega áratug síðar.